Sport

Jakob æfir í allt að 8 tíma á dag og borðar 10.000 hitaeiningar

Jakob Jóhann Sveinsson var til umfjöllunar í Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöld. Þar kom m.a. fram að sundmaðurinn borðar allt að 10.000 hitaeiningar á dag sem er þrefalt meira en flestir karlmenn þurfa. Hann æfir allt að 8 tíma á dag en Jakob fær 80.000 kr. á mánuði úr afrekssjóði ÍSÍ.

Jakob stefnir að því að komast á Ólympíuleikana í London á næsta ári en það yrðu fjórðu leikar hans á ferlinum. Besti árangur Jakobs á ÓL er 25. sæti.

Sundmaðurinn segir að þeir sem ætli sér að ná langt í sundíþróttinni þurfi annaðhvort að vera af ríku fólki eða eiga fjölskyldu sem er tilbúið að vinna mikið til þess að láta dæmið ganga upp.

Á venjulegum degi mætir Jakob á æfingu um kl. 6 að morgni þar sem hann syndir í 2 tíma hið minnsta. Hann fer síðan á þrekæfingu strax í kjölfarið, og á kvöldin tekur við ný sundæfing. Daglega syndir Íslandsmeistarinn allt að 10 km. en það jafngildir að hlaupa eitt maraþonhlaup fyrir hlaupara. Árlega tekur hann rúmlega 1,6 milljón sundtaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×