Hamilton vill skáka Vettel í tímatökunni í nótt 14. október 2011 19:56 Sebastin Vettel og Lewis Hamilton stinga saman nefjum á fréttamannafundi í Suður Kóreu. AP: Eugne Hoshiko Lewis Hamilton á McLaren var með besta tíma á föstudagsæfingum Formúlu 1 liða á kappakstursbrautinni í Yenogam í Suður Kóreu. Hann varð á undan liðsfélaga sínum Jenson Button á seinni æfingunni, þar sem aksturstímarnir voru mun betri en á þeirri fyrri vegna aðstæðna. Michael Schumacher á Mercedes var sneggstur á fyrri æfingunni, en brautin var blaut á báðum æfingum. Vettel hefur verið fremstur á ráslínu í tólf af fimmtán mótum ársins og tímatakan fer fram í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 04.45 í nótt. Hún verður endursýnd kl. 11.45 á laugardag. „Það yrði frábært að skáka honum á morgun. En við vitum ekki hvað þeir eru að gera á föstudögum (á æfingum), þannig að dagurinn segir ekki margt. En við erum fljótir og bíllinn var góður, " sagði Hamilton í frétt á autosport.com. „Jenson sýndi það í síðasta móti að við getum verið mjög, mjög samkeppnisfærir, þannig að ég er ekki í nokkrum vafa að við munum veita þeim samkeppni. Hvort við getum gert betur í tímatökunni verður fróðlegt að sjá," sagði Hamilton. Rigning var á báðum æfingum í dag og Hamilton segir að aðstæður eigi að vera betri næstu tvo daga, en ef rigni þá sé McLaren í góðum málum og það sé jákvætt. Formúla Íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton á McLaren var með besta tíma á föstudagsæfingum Formúlu 1 liða á kappakstursbrautinni í Yenogam í Suður Kóreu. Hann varð á undan liðsfélaga sínum Jenson Button á seinni æfingunni, þar sem aksturstímarnir voru mun betri en á þeirri fyrri vegna aðstæðna. Michael Schumacher á Mercedes var sneggstur á fyrri æfingunni, en brautin var blaut á báðum æfingum. Vettel hefur verið fremstur á ráslínu í tólf af fimmtán mótum ársins og tímatakan fer fram í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 04.45 í nótt. Hún verður endursýnd kl. 11.45 á laugardag. „Það yrði frábært að skáka honum á morgun. En við vitum ekki hvað þeir eru að gera á föstudögum (á æfingum), þannig að dagurinn segir ekki margt. En við erum fljótir og bíllinn var góður, " sagði Hamilton í frétt á autosport.com. „Jenson sýndi það í síðasta móti að við getum verið mjög, mjög samkeppnisfærir, þannig að ég er ekki í nokkrum vafa að við munum veita þeim samkeppni. Hvort við getum gert betur í tímatökunni verður fróðlegt að sjá," sagði Hamilton. Rigning var á báðum æfingum í dag og Hamilton segir að aðstæður eigi að vera betri næstu tvo daga, en ef rigni þá sé McLaren í góðum málum og það sé jákvætt.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira