Ingi Þór: Enginn liðsbragur á þessu Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 14. október 2011 22:11 Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells. Mynd/Stefán Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells var alls ekki sáttur við frammistöðu deildarmeistaranna frá síðustu leiktíð þrátt fyrir góðan sigur á Haukum 89-93 á útivelli í kvöld. „Við vorum algjörlega með allt niður okkur. Vorum á hælunum, þungir og áhugalausir. Ég er virkilega ósáttur við framkomu lykilmanna. Jón Ólafur var ekki í réttum stuttbuxum og hann funkeraði ekki,“ sagði hreinskiptinn Ingi Þór eftir leikinn. „Við misstum ekki trúna þó þeir kæmust níu stigum yfir. Við héldum okkur við svæðið sem við skiptum í og fórum að frákasta upp úr því og fengum hraðaupphlaup. Ég er stoltur og ánægður með sjálfan mig að hafa ekki skipt aftur yfir í maður á mann þegar þeir komust í níu stig heldur hafa trú á því sem við vorum að gera. Tvö stig, mjög dýrmæt,“ sagði Ingi Þór. Snæfell tapaði boltanum 20 sinnum í leiknum og virtust á köflum ætla að kasta leiknum frá sér án þess að Haukar pressuðu á þá. „Við töpuðum boltanum mikið án pressu. Hugarfarið hjá mönnum var ekki í lagi og Haukar eru með fínt körfuboltalið. Þetta er flinkir strákar. Örn og Davíð voru að hitta vel úr lyklinum og við réðum ekkert við það og vorum algjörlega á hælunum. Það var ekkert annað í stöðunni en að skipta um vörn,“ sagði Ingi Þór sem segir liðið eiga töluvert í land. „Við erum ekki með liðið þar sem við viljum hafa það. Það er enginn liðsbragur á þessu. Ég er ekki ánægður með liðið og spilamennskuna. Ég hef áhyggjur af þessu þangað til það kemur í lag. Þó ég sé ánægður með hvernig við unnum leikinn, þetta hlýtur að efla menn, en ég er ekki ánægður með hvernig við vorum á hælunum. Ég er mjög óánægður með það en það er mér að kenna,“ sagði léttur Ingi Þór að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Sjá meira
Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells var alls ekki sáttur við frammistöðu deildarmeistaranna frá síðustu leiktíð þrátt fyrir góðan sigur á Haukum 89-93 á útivelli í kvöld. „Við vorum algjörlega með allt niður okkur. Vorum á hælunum, þungir og áhugalausir. Ég er virkilega ósáttur við framkomu lykilmanna. Jón Ólafur var ekki í réttum stuttbuxum og hann funkeraði ekki,“ sagði hreinskiptinn Ingi Þór eftir leikinn. „Við misstum ekki trúna þó þeir kæmust níu stigum yfir. Við héldum okkur við svæðið sem við skiptum í og fórum að frákasta upp úr því og fengum hraðaupphlaup. Ég er stoltur og ánægður með sjálfan mig að hafa ekki skipt aftur yfir í maður á mann þegar þeir komust í níu stig heldur hafa trú á því sem við vorum að gera. Tvö stig, mjög dýrmæt,“ sagði Ingi Þór. Snæfell tapaði boltanum 20 sinnum í leiknum og virtust á köflum ætla að kasta leiknum frá sér án þess að Haukar pressuðu á þá. „Við töpuðum boltanum mikið án pressu. Hugarfarið hjá mönnum var ekki í lagi og Haukar eru með fínt körfuboltalið. Þetta er flinkir strákar. Örn og Davíð voru að hitta vel úr lyklinum og við réðum ekkert við það og vorum algjörlega á hælunum. Það var ekkert annað í stöðunni en að skipta um vörn,“ sagði Ingi Þór sem segir liðið eiga töluvert í land. „Við erum ekki með liðið þar sem við viljum hafa það. Það er enginn liðsbragur á þessu. Ég er ekki ánægður með liðið og spilamennskuna. Ég hef áhyggjur af þessu þangað til það kemur í lag. Þó ég sé ánægður með hvernig við unnum leikinn, þetta hlýtur að efla menn, en ég er ekki ánægður með hvernig við vorum á hælunum. Ég er mjög óánægður með það en það er mér að kenna,“ sagði léttur Ingi Þór að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Sjá meira