Vettel vann og Red Bull liðið tryggði sér meistaratitil bílasmiða 16. október 2011 10:08 Christian Horner, yfirmaður Red Bull liðsins og Sebastian Vettel fagna árangrinum í dag. AP MYND: Lee Jin-man Sebastian Vettel vann sinn tíunda sigur í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili í dag. Hann kom fyrstur í endamark á kappakstursbrautinni í Yeongam í Suður Kóreu. Lewis Hamilton á McLaren varð í öðru sæti í mótinu og Mark Webber á Red Bull þriðji. Með árangri ökumanna Red Bull liðsins í dag hefur liðið tryggt sér meistaratitil bílasmiða annað árið í röð. Hamilton var fremstur á ráslínu í mótinu í dag, en Vettel komst framúr Hamilton í fyrsta hring og var Vettel í forystuhlutverki meira og minna eftir það, nema þegar staðan riðlaðist þegar ökumenn tóku þjónustuhlé til dekkjaskipta. Vettel kom liðlega 12 sekúndum á undan Hamilton í endmark. Vettel tryggði sér titil ökumanna um síðustu helgi, en ennþá er barátta um annað sætið í stigamóti ökumanna. Fjórir ökumenn eiga möguleika á öðru sætinu, þegar þremur mótum er ólokið í Formúlu 1. Næsta mót verður á nýrri braut í Indlandi eftir hálfan mánuð. Lokastaðan í mótinu í dag af autosport.com 1. Vettel Red Bull-Renault 1:30:01.994 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 12.019 3. Webber Red Bull-Renault + 12.477 4. Button McLaren-Mercedes + 14.694 5. Alonso Ferrari + 15.689 6. Massa Ferrari + 25.133 7. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari + 49.538 8. Rosberg Mercedes + 54.053 9. Buemi Toro Rosso-Ferrari + 1:02.762 10. Di Resta Force India-Mercedes + 1:08.602 Stig ökumanna Stig bílasmiða 1. Vettel 349 1. Red Bull-Renault 558 2. Button 222 2. McLaren-Mercedes 418 3. Alonso 212 3. Ferrari 310 4. Webber 209 4. Mercedes 127 5. Hamilton 196 5. Renault 72 6. Massa 98 6. Force India-Mercedes 49 7. Rosberg 67 7. Sauber-Ferrari 40 8. Schumacher 60 8. Toro Rosso-Ferrari 37 Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel vann sinn tíunda sigur í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili í dag. Hann kom fyrstur í endamark á kappakstursbrautinni í Yeongam í Suður Kóreu. Lewis Hamilton á McLaren varð í öðru sæti í mótinu og Mark Webber á Red Bull þriðji. Með árangri ökumanna Red Bull liðsins í dag hefur liðið tryggt sér meistaratitil bílasmiða annað árið í röð. Hamilton var fremstur á ráslínu í mótinu í dag, en Vettel komst framúr Hamilton í fyrsta hring og var Vettel í forystuhlutverki meira og minna eftir það, nema þegar staðan riðlaðist þegar ökumenn tóku þjónustuhlé til dekkjaskipta. Vettel kom liðlega 12 sekúndum á undan Hamilton í endmark. Vettel tryggði sér titil ökumanna um síðustu helgi, en ennþá er barátta um annað sætið í stigamóti ökumanna. Fjórir ökumenn eiga möguleika á öðru sætinu, þegar þremur mótum er ólokið í Formúlu 1. Næsta mót verður á nýrri braut í Indlandi eftir hálfan mánuð. Lokastaðan í mótinu í dag af autosport.com 1. Vettel Red Bull-Renault 1:30:01.994 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 12.019 3. Webber Red Bull-Renault + 12.477 4. Button McLaren-Mercedes + 14.694 5. Alonso Ferrari + 15.689 6. Massa Ferrari + 25.133 7. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari + 49.538 8. Rosberg Mercedes + 54.053 9. Buemi Toro Rosso-Ferrari + 1:02.762 10. Di Resta Force India-Mercedes + 1:08.602 Stig ökumanna Stig bílasmiða 1. Vettel 349 1. Red Bull-Renault 558 2. Button 222 2. McLaren-Mercedes 418 3. Alonso 212 3. Ferrari 310 4. Webber 209 4. Mercedes 127 5. Hamilton 196 5. Renault 72 6. Massa 98 6. Force India-Mercedes 49 7. Rosberg 67 7. Sauber-Ferrari 40 8. Schumacher 60 8. Toro Rosso-Ferrari 37
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira