Viðskipti erlent

Búa sig undir meiri afskriftir á skuldum Grikklands

Það hefur harkalega verið tekist á í Grikklandi að undanförnu, vegna niðurskurðar. Hér sjást slökkviliðsmenn í átökum við lögreglumenn, fyrir framan þinghúsið í Aþenu.
Það hefur harkalega verið tekist á í Grikklandi að undanförnu, vegna niðurskurðar. Hér sjást slökkviliðsmenn í átökum við lögreglumenn, fyrir framan þinghúsið í Aþenu.
Óvíst er að áætlun sem takmarkar tjón af efnahagsvanda Grikklands verði samþykkt af leiðtogum Evrópuríkja. Stjórnendur banka sem eiga grísk skuldabréf eru þegar farnir að búa sig undir að tjónið verði meira en þjóðarleiðtogar hafa gefið í skyn. Þetta segir Stephen Evans, viðskiptablaðamaður breska ríkisútvarpsins BBC, í pistli á vefsíðu BBC í dag. Hann skrifar frá Berlín, þar sem hann er staddur til að fylgjast með viðræðum fulltrúa ýmissa fjármálastofnana sem eiga kröfur á Grikkland.

Evans segir að nú sé búist við því að afskrifa þurfi meira en 21% af skuldum Grikklands, en sérstakt ráð kröfuhafa bauðst til þess í júlí sl. að niðufæra skuldir landsins sem því nemur.

Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands, lét hafa eftir sér í gær að nauðsynlegt væri að endurvekja viðræður við kröfuhafa. Líklegt væri að afskrifa þurfi meira af skuldum landsins.

Leiðtogar Evrópuríkja hafa undanfarnar tvær vikur fundað nær linnulaust vegna skuldavanda Grikklands og skuldugra fjármálastofnana í álfunni. Schaeuble segir að næstu tvær vikur muni skipta sköpum við að takmarka tjónið af þeim erfiðleikum sem fyrir hendi eru.

Sjá pistil Evans hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×