Viðskipti erlent

Kanslarinn skelfdi fjárfesta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjárfestar fyljgast með markaðnum.
Fjárfestar fyljgast með markaðnum. mynd/ afp.
Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu féllu í dag eftir að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti til hóflegrar bjartsýni í ræðu í dag. Hlutabréfamarkaðir voru nokkuð háir í morgun eftir fögur fyrirheit sem voru gefin á laugardag. Þá var því heitið að leiðtogar Evrópuríkjanna myndu kynna aðgerðir á næsta sunnudag sem gætu haft mikil áhrif.

„Kanslarinn bendir á að draumórar manna um að þessi aðgerðaráætlun verði til þess að leysa allan heimsins vanda á mánudag geti ekki staðist,“ sagði Steffen Seibert, aðaltalsmaður kanslara Þýskalands í dag. Í sama streng tók Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands.

Hlutabréf féllu eftir þessar athugasemdir. Dax vísitalan í Þýskalandi var 1,8% lægri við lokun markaða en við opnun. Franska Cac vísitalan lækkaði um 1,6% og FTSE vísitalan í Bretlandi lækkaði um 05%.

Kauphöllinn á Wall Street lokar klukkan átta og er gert ráð fyrir lækkun á mörkuðum þar, eftir því sem BBC fréttastofan segir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×