Öll úrslit kvöldsins: Torres sjóðheitur - Ramsey hetja Arsenal Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. október 2011 16:03 Torres og Meireles, gömlu liðsfélagarnir hjá Liverpool, voru frábærir í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Fernando Torres skoraði í kvöld sín fyrstu Meistaradeildarmörk fyrir Chelsea er liðið vann 5-0 stórsigur á belgíska liðinu Genk á heimavelli. Aaron Ramsay var hetja Arsenal sem vann 1-0 sigur á Marseille á útivelli í kvöld. Ramsay skoraði sigumark Arsenal á 92. mínútu eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður seint í seinni hálfleik. Sannarlegur dramatískur endir á annars bragðdaufri viðureign. AC Milan og Barcelona höfðu óvenju hægt um sig í kvöld en bæði lið unnu þó þægilega 2-0 sigra í H-riðli. AC Milan mætti þá BATE Borisov en Barcelona tók á móti Viktoria Plzen frá Tékklandi.Chelsae slátraði Genk Andre-Villas Boas, stjóri Chelsea, kom mörgum á óvart með því að setja leikmenn eins og John Terry, Juan Mata, Didier Drogba og Daniel Sturridge út úr byrjunarliðinu. Alls gerði hann sex breytingar á liðinu frá leiknum gegn Everton en Fernando Torres, sem tekur nú út þriggja leikja bann í ensku úrvalsdeildinni, var í fremstu víglínu í kvöld. Hafði einhver áhyggjur af þessum breytingum voru þær algerlega óþarfar því að leikmenn Chelsea gerðu út um þennan leik snemma í fyrri hálfleik. Raul Meireles kom þeim bláklæddu á bragðið með góðu langskoti áður en að Torres skoraði sín tvö mörk og kom Chelsea í 3-0 áður en 30 mínútur voru liðnar. Torres var þá þegar búinn að eiga skot í stöng áður en hann skoraði, fyrst eftir stungusendingu Frank Lampard og svo skallaði hann boltann í netið eftir fyrirgjöf Meireles. Branislav Ivanovic bætti svo fjórða markinu við áður en fyrri hálfleiknum lauk, með skalla eftir fyrirgjöf Florent Malouda úr aukaspyrnu. Salomon Kalou skoraði fimmta mark Chelsea undir lok leiksins er hann fylgdi eftir skoti Fernando Torres sem var varið. Spánverjinn knái var öflugur í kvöld og nálægt því að ná þrennunni. Í hinum leik riðilsins vann Leverkusen 2-1 sigur á Valencia og tók þar með stórt skref í átt að 16-liða úrslitunum, rétt eins og Chelsea í kvöld.Ramsay hetjan í Marseille Arsene Wenger háði margar eitraðar rimmur gegn Marseille þegar hann var stjóri Monaco fyrir hálfum öðrum áratug síðan en hann náði þó aldrei að vinna leik á Stade Velodrome, heimavelli Marseille. Það breyttist í kvöld þó svo að það hefði staðið afar tæpt. Aaron Ramsey var óvænt settur á bekkinn hjá Arsenal en Robin van Persie, sem skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Sunderland um helgina, var á sínum stað í sókninni. Heimamenn vildu fá vítaspyrnu snemma leiks og sýndu endursýningar í sjónvarpi að þeir höfðu talsvert til síns máls. Carl Jenkinson, varnarmaður Arsenal, handlék knöttinn í eigin vítateig en dómari leiksins sá greinilega ekkert og spjaldaði einn leikmann Marseille fyrir mótmæli. Arsenal hefði getað komist yfir stuttu síðar er Robin van Persie skallaði hornspyrnu Mikel Arteta að marki en Soulemane Diawara bjargaði á línu fyrir heimamenn. Í sömu sókn virtist leikmaður Marseille hafa handleikið knöttinn í teignum en aftur var ekkert dæmt. Marseille átti þó nokkrar ágætar sóknir í fyrri hálfleik án þess þó að hafa skapað sér mörg góð færi. Síðari hálfleikur var að mestu tíðindalítill en Ramsay kom loksins inn á sem varamaður á 78. mínútu fyrir Andrey Arshavin. Boltinn barst til hans eftir fyrirgjöf frá hægri og gerði Ramsey engin mistök og skoraði af öryggi í nærhornið með hnitmiðuðu skoti. Léttirinn mikill hjá leikmönnum Arsenal sem komst með þessum sigri upp fyrir Marseille og þar með á topp riðilsins. Í hinum leik riðilsins vann Olympiakos sannfærandi 3-1 sigur á Þýskalandsmeisturum Dortmund sem sitja í neðsta sæti F-riðils með eitt stig. Stigin þrjú sem Grikkirnir fengu í kvöld voru þau fyrstu sem liðið fékk á tímabilinu.E-riðill:Bayer Leverkusen - Valencia 2-1 0-1 Jonas (24.) 1-1 Andreas Schürrle (52.) 2-1 Sydney Sam (56.)Chelsea - Genk 5-0 1-0 Raul Meireles (8.) 2-0 Fernando Torres (11.) 3-0 Fernando Torres (27.) 4-0 Branislav Ivanovic (42.) 5-0 Salomon Kalou (72.)F-riðill:Marseille - Arsenal 0-1 0-1 Aaron Ramsey (92.)Olympiakos - Dortmund 3-1 1-0 Jose Holebas (8.) 1-1 Robert Lewandowski (26.) 2-1 Rafik Djebbour (40.) 3-1 François Modesto (78.)G-riðill:Shakhtar Donetsk - Zenit St. Pétursborg 2-2 1-0 Willian (15.) 1-1 Roman Shirokov (33.) 2-1 Luiz Adriano (45.) 2-2 Viktor Fayzulin (60.)Porto - APOEL Nicosia 1-1 1-0 Hulk (13.) 1-1 Ailton (19.)H-riðill:AC Milan - BATE Borisov 2-0 1-0 Zlatan Ibrahimovic (35.) 2-0 Kevin-Prince Boateng (70.)Barcelona - Viktoria Plzen 2-0 1-0 Andrés Iniesta (10.) 2-0 David Villa (82.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira
Fernando Torres skoraði í kvöld sín fyrstu Meistaradeildarmörk fyrir Chelsea er liðið vann 5-0 stórsigur á belgíska liðinu Genk á heimavelli. Aaron Ramsay var hetja Arsenal sem vann 1-0 sigur á Marseille á útivelli í kvöld. Ramsay skoraði sigumark Arsenal á 92. mínútu eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður seint í seinni hálfleik. Sannarlegur dramatískur endir á annars bragðdaufri viðureign. AC Milan og Barcelona höfðu óvenju hægt um sig í kvöld en bæði lið unnu þó þægilega 2-0 sigra í H-riðli. AC Milan mætti þá BATE Borisov en Barcelona tók á móti Viktoria Plzen frá Tékklandi.Chelsae slátraði Genk Andre-Villas Boas, stjóri Chelsea, kom mörgum á óvart með því að setja leikmenn eins og John Terry, Juan Mata, Didier Drogba og Daniel Sturridge út úr byrjunarliðinu. Alls gerði hann sex breytingar á liðinu frá leiknum gegn Everton en Fernando Torres, sem tekur nú út þriggja leikja bann í ensku úrvalsdeildinni, var í fremstu víglínu í kvöld. Hafði einhver áhyggjur af þessum breytingum voru þær algerlega óþarfar því að leikmenn Chelsea gerðu út um þennan leik snemma í fyrri hálfleik. Raul Meireles kom þeim bláklæddu á bragðið með góðu langskoti áður en að Torres skoraði sín tvö mörk og kom Chelsea í 3-0 áður en 30 mínútur voru liðnar. Torres var þá þegar búinn að eiga skot í stöng áður en hann skoraði, fyrst eftir stungusendingu Frank Lampard og svo skallaði hann boltann í netið eftir fyrirgjöf Meireles. Branislav Ivanovic bætti svo fjórða markinu við áður en fyrri hálfleiknum lauk, með skalla eftir fyrirgjöf Florent Malouda úr aukaspyrnu. Salomon Kalou skoraði fimmta mark Chelsea undir lok leiksins er hann fylgdi eftir skoti Fernando Torres sem var varið. Spánverjinn knái var öflugur í kvöld og nálægt því að ná þrennunni. Í hinum leik riðilsins vann Leverkusen 2-1 sigur á Valencia og tók þar með stórt skref í átt að 16-liða úrslitunum, rétt eins og Chelsea í kvöld.Ramsay hetjan í Marseille Arsene Wenger háði margar eitraðar rimmur gegn Marseille þegar hann var stjóri Monaco fyrir hálfum öðrum áratug síðan en hann náði þó aldrei að vinna leik á Stade Velodrome, heimavelli Marseille. Það breyttist í kvöld þó svo að það hefði staðið afar tæpt. Aaron Ramsey var óvænt settur á bekkinn hjá Arsenal en Robin van Persie, sem skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri á Sunderland um helgina, var á sínum stað í sókninni. Heimamenn vildu fá vítaspyrnu snemma leiks og sýndu endursýningar í sjónvarpi að þeir höfðu talsvert til síns máls. Carl Jenkinson, varnarmaður Arsenal, handlék knöttinn í eigin vítateig en dómari leiksins sá greinilega ekkert og spjaldaði einn leikmann Marseille fyrir mótmæli. Arsenal hefði getað komist yfir stuttu síðar er Robin van Persie skallaði hornspyrnu Mikel Arteta að marki en Soulemane Diawara bjargaði á línu fyrir heimamenn. Í sömu sókn virtist leikmaður Marseille hafa handleikið knöttinn í teignum en aftur var ekkert dæmt. Marseille átti þó nokkrar ágætar sóknir í fyrri hálfleik án þess þó að hafa skapað sér mörg góð færi. Síðari hálfleikur var að mestu tíðindalítill en Ramsay kom loksins inn á sem varamaður á 78. mínútu fyrir Andrey Arshavin. Boltinn barst til hans eftir fyrirgjöf frá hægri og gerði Ramsey engin mistök og skoraði af öryggi í nærhornið með hnitmiðuðu skoti. Léttirinn mikill hjá leikmönnum Arsenal sem komst með þessum sigri upp fyrir Marseille og þar með á topp riðilsins. Í hinum leik riðilsins vann Olympiakos sannfærandi 3-1 sigur á Þýskalandsmeisturum Dortmund sem sitja í neðsta sæti F-riðils með eitt stig. Stigin þrjú sem Grikkirnir fengu í kvöld voru þau fyrstu sem liðið fékk á tímabilinu.E-riðill:Bayer Leverkusen - Valencia 2-1 0-1 Jonas (24.) 1-1 Andreas Schürrle (52.) 2-1 Sydney Sam (56.)Chelsea - Genk 5-0 1-0 Raul Meireles (8.) 2-0 Fernando Torres (11.) 3-0 Fernando Torres (27.) 4-0 Branislav Ivanovic (42.) 5-0 Salomon Kalou (72.)F-riðill:Marseille - Arsenal 0-1 0-1 Aaron Ramsey (92.)Olympiakos - Dortmund 3-1 1-0 Jose Holebas (8.) 1-1 Robert Lewandowski (26.) 2-1 Rafik Djebbour (40.) 3-1 François Modesto (78.)G-riðill:Shakhtar Donetsk - Zenit St. Pétursborg 2-2 1-0 Willian (15.) 1-1 Roman Shirokov (33.) 2-1 Luiz Adriano (45.) 2-2 Viktor Fayzulin (60.)Porto - APOEL Nicosia 1-1 1-0 Hulk (13.) 1-1 Ailton (19.)H-riðill:AC Milan - BATE Borisov 2-0 1-0 Zlatan Ibrahimovic (35.) 2-0 Kevin-Prince Boateng (70.)Barcelona - Viktoria Plzen 2-0 1-0 Andrés Iniesta (10.) 2-0 David Villa (82.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Sjá meira