Viðskipti erlent

Grænar tölur í Evrópu og Bandaríkjunum

Allar tölur í Evrópu voru í grænum tölum þegar markaðir lokuðu í dag. STOXX 50 vísitalan hæakkaði um 4,22 prósent og stendur nú í 2,179.42 stigum. FTSE 100 vísitalan hækkaði um 3,19 prósent og stendur í 5,102.17 stigum. Þá hækkaði DAX vísitalan um 4,19 prósent og stendur í 5,473.03 stigum.

Í Bandaríkjunum eru einnig grænar tölur við lokun markaða. DOW Jones vísitalan hækkaði um 0,69 prósent og stendur í 10,883.50 stigum. Þá hækkaði S&P 500 vísitalan um 1,06 prósent og er sem stendur í 1,135.84 stigum. NASDAQ hækkaði um 1,85 prósent og stendur í 2,449.19 stigum.

Á meðan vísitölur hækka í Bandaríkjunum og Evrópu lækkuðu þær flestar í Asíu. NIKKEI vísitalan lækkaði um -0,86 prósent og stendur í 8,382.98 stigum. TOPIX vísitalan lækkaði um -1,35 prósent og Hang Seng vísitalan um -3,4 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×