Sport

Þormóður vann tvöfalt á haustmóti JSÍ

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þormóður Jónsson og Gísli Jón Magnússon glíma í þungavigt.
Þormóður Jónsson og Gísli Jón Magnússon glíma í þungavigt.
Haustmót JSÍ fór fram í gær og kom fáum á óvart að Þormóður Jónsson, JR, hafi fagnað tvöföldum sigri - í opnum flokki og þungavigt.

Ríkjandi Íslandsmeistarar unnu sína flokka nokkuð örugglega á mótinu. Þorvaldur Blöndal, Ármanni, vann í -90 kg flokki, Sveinbjörn Iura, Ármanni, í -81 kg flokki og Ingi Þór Kristjánsson, JR, í -73 kg flokki.

Það voru tveir efnilegir unglingar sem unnu léttustu flokkana í mótinu. Það voru þau Gísli Haraldsson, íR, í -66 kg flokki karla og Ingunn Rut Sigurðardóttir, JR, í -57 kg flokki kvenna.

Gísli Jón Magnússon, fyrrum landsliðsmaður, keppti á sínu fyrsta móti eftir langa fjarveru í gær og varð í öðru sæti í þungavigt.

Alls tóku 29 keppendur þátt í mótinu frá alls fimm félögum en mótið var haldið á Selfossi nú um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×