U-17 landslið Íslands vann í morgun 3-0 sigur á Kasakstan í undankeppni EM 2012 en riðill Íslands fer fram í Austurríki.
Þorvaldur Árnason er þjálfari liðsins en hann fór með U-17 lið kvenna alla leið í undanúrslit Evrópukeppninnar nú í sumar.
Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrstu tvö mörk Íslands en Eva Lind Elíasdóttir það þriðja eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Ísland vann Austurríki í fyrsta leik, 2-1, og mætir Skotum í lokaleiknum á miðvikudaginn. Skotar unnu fyrsta leik sinn, gegn Kasakstan, og mæta svo Austurríki síðar í dag. Það má því búast við því að leikurinn við Skota verði úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins.
Íslenski boltinn