Bannað að segja "ertu ekki að grínast" við körfuboltadómara í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2011 19:30 Hrafn Kristjánsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, ræðir við dómarann Björgvin Rúnarsson á síðasta tímabili. Mynd/Valli Nýtt tímabil er að hefjast í körfuboltanum og körfuboltadómarar fengu afhendar áherslur og starfsreglur fyrir komandi tímabil á árlegum haustfundi sínum sem fór fram um síðustu helgi. Það má búast við fleiri tæknivillum en áður í upphafi tímabilsins því dómaranefnd telur óásættanlegt að dómarar þurfi að þola mótmæli og athugasemdir í því mæli sem verið hefur undanfarin ár af hálfu leikmanna og þjálfara. Leikmenn eiga nú það á hættu að fá tæknivillu fyrir að láta óánægju sína í ljós þannig að allir sjái, biðja um tækni-, brottrekstrar- eða óíþróttamannslegar villur á mótherja sína, ganga eða hlaupa ákveðið að dómaranum til að mótmæla ákvörðun hans eða jafnvel að nota einfaldar upphrópanir á borð við “ertu ekki að grínast?” Þá ætla dómarar að gera átak í að taka á svindli það er þegar leikmenn reyna að „fiska“ villur á andstæðinga sína með því að láta líta út fyrir að ólögleg snerting hafi átt sér stað eða gera meira úr snertingu en efni standa til. Hér fyrir neðan eru áherslur fyrir komandi tímabil sem og starfsreglur fyrir körfuboltadómara sem birtist í dag inn á heimasíðu Körfuboltasambandsins.Áherslur dómaranefndar KKÍ 2011 - 2012Framkoma: Dómgæsla er erfitt starf. Dómaranefnd telur óásættanlegt að dómarar þurfi að þola mótmæli og athugasemdir í því mæli sem verið hefur undanfarin ár af hálfu leikmanna og þjálfara. Dómarar gera mistök og liðin skulu gera ráð fyrir mótlæti í undirbúningi sínum og stefnt skal að mótmælalausum leik. Auk þessa að fylgja reglunum um tæknivillur skulu dómarar meta hvort ekki sé rétt að dæma tæknivillur á leikmenn og þjálfara þegar þeir : - Láta óánægju sína í ljós þannig að allir sjái, t.d. með handahreyfingum, svipbrigðum eða með því að hlaupa eða ganga í burtu. - Biðja um tækni-, brottrekstrar- eða óíþróttamannslegar villur á mótherja sína. - Ganga eða hlaupa ákveðið að dómaranum til að mótmæla ákvörðun hans. - Jafnvel nota einfaldar upphrópanir á borð við “ertu ekki að grínast?” - Ganga of langt í magni samskipta. Það er ekki eðlilegt að dómarar þurfi stöðugt að vera í samskiptum við sama aðilann. Að sjálfsögðu leysir þetta ekki dómarana undan þeim skyldum að eiga góð og kurteisisleg samskipti við þátttakendur leiksins. Ekki er ætlast til þess að þátttakendur leiksins geti ekki tekið þátt af innlifun eða sýnt tilfinningar en bregðast skal hart við síendurteknum mótmælum og tuði.Hagnaðarreglan: Þvert á það sem margir halda er hagnaðarreglan hornsteinn góðrar dómgæslu. Ef brotlegur aðili hagnast ekki á broti sínu eða liðið sem brotið var gegn verður ekki fyrir óhagræði hefur ekkert brot í raun átt sér stað.Skrín: Gera skal ríka kröfu um að sá sem setur upp hindrun (skrín) sé kyrrstæður, með báða fætur á gólfi og innan síns sylinders. (grein 33.7 í leikreglum)Svindl: Að reyna að „fiska“ villur á andstæðinga sína með því að láta líta út fyrir að ólögleg snerting hafi átt sér stað eða gera meira úr snertingu en efni standa til er svindl og ber að refsa fyrir. Snertingar eru hluti leiksins og það er hlutverk leikmanna að reyna að standa í fæturna. Dómarar skulu refsa þeim sem ýkja snertingar jafnvel þó á þeim hafi verið brotið.Leikbrot: Taka skal hart á því þegar leikmenn taka aukaskref í upphafi knattraks (“spóla af stað“) sem og að hreyfa stoðfótinn í hreyfingum nálægt körfunni. Þá skal hart tekið á því þegar leikmenn hagnast á því að „sópa“ knettinum þ.e. að láta knöttinn stöðvast augnablik í hendi leikmanns í knattraki þegar hann beitir hraða- eða stefnubreytingu til að komast framhjá varnarleikmanniLeikmannaskipti: Dómarar skulu fylgja eftir að leikmannaskipti fari fram skv. leikreglum. Varamenn skulu óska leikmannaskipta en ekki þjálfarar og varamenn skulu ekki koma inn á völlinn fyrr en dómarar hafa gefið þeim leyfi með handabendingu. Komi varamenn inná án þess að hafa fengið til þess leyfi skal dómari senda þá undantekningalaust útaf aftur og láta leikmannaskiptin fara rétt fram. Samskipti utan vallar: Fulltrúar liða þurfa samþykki formanns dómaranefndar til að hafa samband við dómara að fyrrabragði á keppnistímabilinu nema til að staðfesta ferðatilhögun eða greiðslur reikninga.Góður endir: Eitt mikilvægasta atriðið fyrir dómara er að tryggja ánægjulegan endi í leikjum: - Eðlileg niðurstaða leiksins miðað við hvernig atvik þróuðust - Fáar eða engar uppákomur varðandi ritaraborð - Engir skrýtnir dómar – ákvarðanir oftast fyrirsjáanlegar (eðlilegar) - Lið ganga af velli sátt - helst viljug til að þakka andstæðingum og dómurum fyrir leikinn - Leikjum vel stjórnað á þann hátt að óhófleg framkoma leikmanna og þjálfara er ekki áberandi - Dómarar hafi góða tilfinningu fyrir leiknum og dæmi það sem er rétt fyrir leikinn. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
Nýtt tímabil er að hefjast í körfuboltanum og körfuboltadómarar fengu afhendar áherslur og starfsreglur fyrir komandi tímabil á árlegum haustfundi sínum sem fór fram um síðustu helgi. Það má búast við fleiri tæknivillum en áður í upphafi tímabilsins því dómaranefnd telur óásættanlegt að dómarar þurfi að þola mótmæli og athugasemdir í því mæli sem verið hefur undanfarin ár af hálfu leikmanna og þjálfara. Leikmenn eiga nú það á hættu að fá tæknivillu fyrir að láta óánægju sína í ljós þannig að allir sjái, biðja um tækni-, brottrekstrar- eða óíþróttamannslegar villur á mótherja sína, ganga eða hlaupa ákveðið að dómaranum til að mótmæla ákvörðun hans eða jafnvel að nota einfaldar upphrópanir á borð við “ertu ekki að grínast?” Þá ætla dómarar að gera átak í að taka á svindli það er þegar leikmenn reyna að „fiska“ villur á andstæðinga sína með því að láta líta út fyrir að ólögleg snerting hafi átt sér stað eða gera meira úr snertingu en efni standa til. Hér fyrir neðan eru áherslur fyrir komandi tímabil sem og starfsreglur fyrir körfuboltadómara sem birtist í dag inn á heimasíðu Körfuboltasambandsins.Áherslur dómaranefndar KKÍ 2011 - 2012Framkoma: Dómgæsla er erfitt starf. Dómaranefnd telur óásættanlegt að dómarar þurfi að þola mótmæli og athugasemdir í því mæli sem verið hefur undanfarin ár af hálfu leikmanna og þjálfara. Dómarar gera mistök og liðin skulu gera ráð fyrir mótlæti í undirbúningi sínum og stefnt skal að mótmælalausum leik. Auk þessa að fylgja reglunum um tæknivillur skulu dómarar meta hvort ekki sé rétt að dæma tæknivillur á leikmenn og þjálfara þegar þeir : - Láta óánægju sína í ljós þannig að allir sjái, t.d. með handahreyfingum, svipbrigðum eða með því að hlaupa eða ganga í burtu. - Biðja um tækni-, brottrekstrar- eða óíþróttamannslegar villur á mótherja sína. - Ganga eða hlaupa ákveðið að dómaranum til að mótmæla ákvörðun hans. - Jafnvel nota einfaldar upphrópanir á borð við “ertu ekki að grínast?” - Ganga of langt í magni samskipta. Það er ekki eðlilegt að dómarar þurfi stöðugt að vera í samskiptum við sama aðilann. Að sjálfsögðu leysir þetta ekki dómarana undan þeim skyldum að eiga góð og kurteisisleg samskipti við þátttakendur leiksins. Ekki er ætlast til þess að þátttakendur leiksins geti ekki tekið þátt af innlifun eða sýnt tilfinningar en bregðast skal hart við síendurteknum mótmælum og tuði.Hagnaðarreglan: Þvert á það sem margir halda er hagnaðarreglan hornsteinn góðrar dómgæslu. Ef brotlegur aðili hagnast ekki á broti sínu eða liðið sem brotið var gegn verður ekki fyrir óhagræði hefur ekkert brot í raun átt sér stað.Skrín: Gera skal ríka kröfu um að sá sem setur upp hindrun (skrín) sé kyrrstæður, með báða fætur á gólfi og innan síns sylinders. (grein 33.7 í leikreglum)Svindl: Að reyna að „fiska“ villur á andstæðinga sína með því að láta líta út fyrir að ólögleg snerting hafi átt sér stað eða gera meira úr snertingu en efni standa til er svindl og ber að refsa fyrir. Snertingar eru hluti leiksins og það er hlutverk leikmanna að reyna að standa í fæturna. Dómarar skulu refsa þeim sem ýkja snertingar jafnvel þó á þeim hafi verið brotið.Leikbrot: Taka skal hart á því þegar leikmenn taka aukaskref í upphafi knattraks (“spóla af stað“) sem og að hreyfa stoðfótinn í hreyfingum nálægt körfunni. Þá skal hart tekið á því þegar leikmenn hagnast á því að „sópa“ knettinum þ.e. að láta knöttinn stöðvast augnablik í hendi leikmanns í knattraki þegar hann beitir hraða- eða stefnubreytingu til að komast framhjá varnarleikmanniLeikmannaskipti: Dómarar skulu fylgja eftir að leikmannaskipti fari fram skv. leikreglum. Varamenn skulu óska leikmannaskipta en ekki þjálfarar og varamenn skulu ekki koma inn á völlinn fyrr en dómarar hafa gefið þeim leyfi með handabendingu. Komi varamenn inná án þess að hafa fengið til þess leyfi skal dómari senda þá undantekningalaust útaf aftur og láta leikmannaskiptin fara rétt fram. Samskipti utan vallar: Fulltrúar liða þurfa samþykki formanns dómaranefndar til að hafa samband við dómara að fyrrabragði á keppnistímabilinu nema til að staðfesta ferðatilhögun eða greiðslur reikninga.Góður endir: Eitt mikilvægasta atriðið fyrir dómara er að tryggja ánægjulegan endi í leikjum: - Eðlileg niðurstaða leiksins miðað við hvernig atvik þróuðust - Fáar eða engar uppákomur varðandi ritaraborð - Engir skrýtnir dómar – ákvarðanir oftast fyrirsjáanlegar (eðlilegar) - Lið ganga af velli sátt - helst viljug til að þakka andstæðingum og dómurum fyrir leikinn - Leikjum vel stjórnað á þann hátt að óhófleg framkoma leikmanna og þjálfara er ekki áberandi - Dómarar hafi góða tilfinningu fyrir leiknum og dæmi það sem er rétt fyrir leikinn.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira