Vettel er ekkert kappsmál að landa meistaratitlinum um helgina 22. september 2011 14:52 Sebastian Vettel og Nico Rosberg voru meðal ökumanna á fréttamannafundinum í Singapúr í dag. AP MYND: Eugene Hoshiko Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu segir enga auka pressu á sér að reyna vinna meistaratitil ökumanna í Formúlu 1 í Singapúr um helgina. Hann á möguleika á því ef hann nær 125 stiga forskoti á næsta ökumann í stigamótinu, jafnvel þó fimm mót verði enn eftir, þegar mótinu í Singapúr er lokið. Vettel er núna með 112 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari í stigamóti ökumanna. Vettel ræddi stöðuna í meistarakeppninni á fréttamannafundi í Singapúr í dag. Aðspurður um hugleiðingar sínar varðandi það að hann geti landað titlinum í Singapúr sagði Vettel meðal annars: „Við höfum ekki unnið neitt ennþá. Við erum í góðri stöðu, en það er nokkuð í land ennþá. Við verðum gera okkar besta í kappakstrinum. Þetta er ein erfiðasta brautin fyrir bílinn og fyrir ökumenn. Það er löng, löng leið að köflótta flagginu ", sagði Vettel og átti þá við að það væri löng leið að endamarkinu í mótinu í Singapúr. Vettel sagði einnig að það væri ekki markmiðið um helgina að ná titlinum, heldur að hámarka árangurinn og þá væri spurning hvort eitthvað óvænt fylgdi í kjölfarið. „Markmið okkar fyrir tímabilið var að verja titilinn. Það er engin ástæða að breyta því markmiði. Það skiptir ekki máli hvenær það næst, bara að það gerist og við erum að vinna að því." Vettel var spurður að því hvort einhver pressa væri á honum að ná titilinum í Singapúr mótinu og hann svaraði m.a. með eftirfarandi orðum: „Það er alltaf pressa á mér og okkur, því við viljum ná sem allra bestum árangri hverja einustu mótshelgi. Þannig að ef það er möguleiki á sigri, þá stefnum við á það. Ég finn ekki fyrir neinni aukinni pressu að reyna vinna meistaratitilinn hérna, eða að reyna vinna hann á einhverjum tilteknum stað." Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu segir enga auka pressu á sér að reyna vinna meistaratitil ökumanna í Formúlu 1 í Singapúr um helgina. Hann á möguleika á því ef hann nær 125 stiga forskoti á næsta ökumann í stigamótinu, jafnvel þó fimm mót verði enn eftir, þegar mótinu í Singapúr er lokið. Vettel er núna með 112 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari í stigamóti ökumanna. Vettel ræddi stöðuna í meistarakeppninni á fréttamannafundi í Singapúr í dag. Aðspurður um hugleiðingar sínar varðandi það að hann geti landað titlinum í Singapúr sagði Vettel meðal annars: „Við höfum ekki unnið neitt ennþá. Við erum í góðri stöðu, en það er nokkuð í land ennþá. Við verðum gera okkar besta í kappakstrinum. Þetta er ein erfiðasta brautin fyrir bílinn og fyrir ökumenn. Það er löng, löng leið að köflótta flagginu ", sagði Vettel og átti þá við að það væri löng leið að endamarkinu í mótinu í Singapúr. Vettel sagði einnig að það væri ekki markmiðið um helgina að ná titlinum, heldur að hámarka árangurinn og þá væri spurning hvort eitthvað óvænt fylgdi í kjölfarið. „Markmið okkar fyrir tímabilið var að verja titilinn. Það er engin ástæða að breyta því markmiði. Það skiptir ekki máli hvenær það næst, bara að það gerist og við erum að vinna að því." Vettel var spurður að því hvort einhver pressa væri á honum að ná titilinum í Singapúr mótinu og hann svaraði m.a. með eftirfarandi orðum: „Það er alltaf pressa á mér og okkur, því við viljum ná sem allra bestum árangri hverja einustu mótshelgi. Þannig að ef það er möguleiki á sigri, þá stefnum við á það. Ég finn ekki fyrir neinni aukinni pressu að reyna vinna meistaratitilinn hérna, eða að reyna vinna hann á einhverjum tilteknum stað."
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira