Markaðir í Evrópu enn í niðursveiflu Hafsteinn Hauksson skrifar 23. september 2011 12:23 Markaðir í Evrópu eru enn í rauðum tölum eftir stórfall beggja vegna Atlantsála í gær. G20 ríkin hafa boðað aðgerðir til að bregðast við sveiflum á mörkuðum. Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu risu lítillega um uppundir hálft prósent þegar markaðir opnuðu í morgun, en hafa síðan þá lækkað og voru skömmu fyrir fréttir orðnar rauðar á ný. Þetta fylgir í kjölfar stórfalls á mörkuðum í gær, þegar vísitölur í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi hrundu um um það bil fimm prósent. Það voru viðvaranir bandaríska seðlabankans um horfurnar í bandarísku efnahagslífi sem settu kollsteypuna af stað í gær, en ofan á þær lögðust ummæli framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og forstjóra Alþjóðabankans um að heimshagkerfið stefndi á hættulegar slóðir. Þrjár stærstu hlutabréfavísitölur Bandaríkjanna fengu einnig á sig risahögg í gær vegna þessa og lokuðu allar niðri um meira en þrjú prósent. G20 hópurinn svokallaði, sem samanstendur af fjármálaráðherrum og seðlabankastjórum frá 20 voldugustu löndum heims, brást við verðfallinu með því að fullyrða að það muni grípa til allra nauðsynlegra ráða til að varðveita stöðugleika fjármálakerfis heimsins. Enn liggur þó ekkert fyrir um nákvæmlega hvað mun felast í aðgerðunum, sem tilkynnt verður um í byrjun nóvember, en meðal þess sem markaðir hafa kallað eftir er aukinn fjárhagslegur samruni evruríkjanna, til dæmis með sameiginlegri skuldabréfaútgáfu, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Markaðir í Evrópu eru enn í rauðum tölum eftir stórfall beggja vegna Atlantsála í gær. G20 ríkin hafa boðað aðgerðir til að bregðast við sveiflum á mörkuðum. Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu risu lítillega um uppundir hálft prósent þegar markaðir opnuðu í morgun, en hafa síðan þá lækkað og voru skömmu fyrir fréttir orðnar rauðar á ný. Þetta fylgir í kjölfar stórfalls á mörkuðum í gær, þegar vísitölur í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi hrundu um um það bil fimm prósent. Það voru viðvaranir bandaríska seðlabankans um horfurnar í bandarísku efnahagslífi sem settu kollsteypuna af stað í gær, en ofan á þær lögðust ummæli framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og forstjóra Alþjóðabankans um að heimshagkerfið stefndi á hættulegar slóðir. Þrjár stærstu hlutabréfavísitölur Bandaríkjanna fengu einnig á sig risahögg í gær vegna þessa og lokuðu allar niðri um meira en þrjú prósent. G20 hópurinn svokallaði, sem samanstendur af fjármálaráðherrum og seðlabankastjórum frá 20 voldugustu löndum heims, brást við verðfallinu með því að fullyrða að það muni grípa til allra nauðsynlegra ráða til að varðveita stöðugleika fjármálakerfis heimsins. Enn liggur þó ekkert fyrir um nákvæmlega hvað mun felast í aðgerðunum, sem tilkynnt verður um í byrjun nóvember, en meðal þess sem markaðir hafa kallað eftir er aukinn fjárhagslegur samruni evruríkjanna, til dæmis með sameiginlegri skuldabréfaútgáfu, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira