Erlent

Samtölum Breiviks við geðlækna lokið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir Lippestad, verjandi Breiviks, segir viðtölin hafa tekið lengri tíma en áætlað var.
Geir Lippestad, verjandi Breiviks, segir viðtölin hafa tekið lengri tíma en áætlað var. Mynd/ AFP.
Eftir ellefu ítarleg viðtöl við Anders Behring Breivik er samtölum réttargeðlækna við hann nú lokið. Geir Lippestad, verjandi hans segir samtölin hafa tekið mun lengri tíma en áætlað var í fyrstu. Breivik hefur játað ábyrgð á hryðjuverkunum í Útey.

„Ég ætla ekki að fara í efnislegt innihald samtalanna, en ég get staðfest að við erum búin," segir Synne Sørheim, réttargeðlæknir, í samtali við norska ríkisútvarpið. Hún segir að réttargeðlæknarnir muni skila skýrslu til þingréttarins í Osló fyrir 1. nóvember.

Norska ríkisútvarpið segir að með viðtölum sínum við Breivik eigi réttargeðlæknarnir að komast að því í hvernig hugarástandi Breivik var þegar hann framdi voðaverkin. Þeir eiga síðan að leggja mat á það hvort Breivik sé sakhæfur eða ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×