Sport

Kári Steinn stefnir á Íslandsmet í Berlínarmaraþoninu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Heimasíða ÍR
Kári Steinn Karlsson, langhlaupari úr Breiðabliki, verður meðal keppenda í Berlínarmaraþoninu sem fram fer á morgun. Um eitt hundrað Íslendingar taka þátt í hlaupinu.

Kári Steinn stefnir á Íslandsmet í maraþonhlaupi í hlaupinu á morgun. Íslandsmet Sigurðar Péturs Sigmundssonar, 2:19.46 klst, var einmitt sett í Berlín árið 1985.

Kári Steinn stefnir á Ólympíuleikana í London árið 2012. Á síðunni hlaup.is er hægt að heita á hlauparann og hafa þegar safnast yfir 700 þúsund krónur.

Hægt verður að fylgjast með gangi mála á hlaup.is og á heimasíðu Berlínarmaraþonsins með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×