Vettel getur slegið met 24. september 2011 23:10 Sebastian Vetel eftir tímatökuna í dag í Singapúr. AP MYND: Eugene Hoshiko Sebastian Vettel var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Singapúr í dag. Hann náði besta tíma og hefur ellefu sinnum verið fremstur á ráslínu í Formúlu 1 á þessu ári. Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn annað árið í röð ef úrslitin í kappakstrinum á sunnudag verða honum hagstæð. „Það hefði verið hægt að fara hraðar, en í heildina litið var þetta fulkominn tímataka og ég er mjög ánægður. Sérstaklega af því þetta er skemmtileg braut. Ögrandi verkefni og mjög erfitt", sagði Vettel á fréttamannafundi um tímatökuna í dag. „Það eru svo margar beygjur (23) og langur hringur sem þarf að raða öllu saman. Við lærðum á mistökum sem við gerðum í tímatökunni í fyrra og héldum haus. Náðum þessu í dag. Það er frábært. Við erum með tvö fremstu sætin á ráslínu. Sjáum hvað gerist á morgun. Þetta er mjög, mjög löng keppni", sagði Vettel. Árangur Vettel í tímatökum á einu ári er að nálgast með Nigel Mansell frá árinu 1992, en þá náði hann 14 sinnum að vera fremstur á ráslínu. Eftir mótið í Singapúr eru fimm mót eftir, þannig að Vettel getur slegið það met ef vel gengur. En er hann að spá í slíkt? „Nei. Það var óvenjulegt. Ég held að það hafi verið 1992 sem Nigel átti ótrúlegt ár. Gengi okkar er ekki slæmt á þessu ári, en það væri rangt að hugsa um þessa hluti. Það er löng keppni framundan á morgun. Þar fáum við stigin, ekki í tímatökunni, þannig að við einbeitum okkur að því", sagði Vettel. Bein útsending frá kappakstrinum á brautinni í Singapúr er kl. 11.30 á sunnudag á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Singapúr í dag. Hann náði besta tíma og hefur ellefu sinnum verið fremstur á ráslínu í Formúlu 1 á þessu ári. Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn annað árið í röð ef úrslitin í kappakstrinum á sunnudag verða honum hagstæð. „Það hefði verið hægt að fara hraðar, en í heildina litið var þetta fulkominn tímataka og ég er mjög ánægður. Sérstaklega af því þetta er skemmtileg braut. Ögrandi verkefni og mjög erfitt", sagði Vettel á fréttamannafundi um tímatökuna í dag. „Það eru svo margar beygjur (23) og langur hringur sem þarf að raða öllu saman. Við lærðum á mistökum sem við gerðum í tímatökunni í fyrra og héldum haus. Náðum þessu í dag. Það er frábært. Við erum með tvö fremstu sætin á ráslínu. Sjáum hvað gerist á morgun. Þetta er mjög, mjög löng keppni", sagði Vettel. Árangur Vettel í tímatökum á einu ári er að nálgast með Nigel Mansell frá árinu 1992, en þá náði hann 14 sinnum að vera fremstur á ráslínu. Eftir mótið í Singapúr eru fimm mót eftir, þannig að Vettel getur slegið það met ef vel gengur. En er hann að spá í slíkt? „Nei. Það var óvenjulegt. Ég held að það hafi verið 1992 sem Nigel átti ótrúlegt ár. Gengi okkar er ekki slæmt á þessu ári, en það væri rangt að hugsa um þessa hluti. Það er löng keppni framundan á morgun. Þar fáum við stigin, ekki í tímatökunni, þannig að við einbeitum okkur að því", sagði Vettel. Bein útsending frá kappakstrinum á brautinni í Singapúr er kl. 11.30 á sunnudag á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti