Massimo Moratti, forseti Inter, andaði aftur eðlilega um helgina. Hann sagði að hlutirnir væru aftur orðnir eðlilegir hjá félaginu. Claudio Ranieri stýrði sínum fyrsta leik um helgina en Gian Piero Gasperini var rekinn eftir aðeins fimm leiki.
Ranieri stýrði liðinu til sigurs í sínum fyrsta leik. Inter lagði Bologna sannfærandi, 3-1.
"Það virðist allt vera orðið eðlilegt á nýjan leik. Ég er afar sáttur við leik liðsins gegn Bologna. Það gekk allt vel," sagði Moratti.
"Gasperini hefði hugsanlega getað rétt stúkuna af eftir ákveðinn tíma en það var of mikil áhætta að halda honum."
