Stewart: Hamilton þarf að skoða hugarástand sitt 26. september 2011 14:25 Lewis Hamilton ekur með McLaren Formúlu 1 liðinu. AP MYND: Eugene Hoshiko Jackie Stewart sem er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hjá McLaren þurfi að nálgast aksturinn á annan hátt í mótum en raunin er á köflum. Hamilton ók aftan á Ferrari ökumanninn Felipe Massa í keppninni í Singapúr í gær og hefur lent í óhöppum á þessu ári sem hann var valdur að. „Ég er dálítið áttaviltur af því hann (Hamilton) kann að keyra og hefur mikla hæfileika frá náttúrunnar hendi. En ef hann á að verða framúrskarandi ökumaður, þá getur hann ekki verið að lenda í ógöngum hvað eftir annað. Frægustu ökumennirnir voru ekki að upplifa slíkt", sagði Stewart í frétt á autosport.com um Hamilton. Massa var mjög ósáttur við aksturslag Hamilton í mótinu í Singapúr, en áreksturinn á milli þeirra sprengdi afturdekk á bíl Massa, en framvængurinn brotnaði á bíl Hamilton. „Hann hefur allt til að bera, en einhvern veginn þá dettur hann úr gír andlega séð, eins og í Singapúr, í tímatökunni munaði litlu að hann lenti í ógöngum sem hefðu getað þýtt að hann hefði ekki klárað tímatökuna", sagði Stewart, en Hamilton var að reyna komast framúr Massa í krappri beygju í það skiptið í upphitunarhring fyrir atlögu að hröðum hring. „Áreksturinn í keppninni var óþarfi. Ég held að hann þurfi að skoða hugarástand sitt. Hann er með faglegu hæfileikanna, en hann er of oft að lenda í ógöngum. Michael Schumacher hefur lent í því sama", sagði Stewart. Hamilton og Massa lentu í karpi fyrir framan myndavélar fréttamanna eftir keppnina í Singapúr, samkvæmt frétt autosport.com og Hamilton dró sig í hlé frá fréttamönnum eftir það. Anthony faðir Hamilton, sem var umboðsmaður hans áður en leiðir þeirra skildu hvað það varðar telur að Hamilton þurfi á því að halda að hann hafi umboðsmann til staðar á mótssvæðum, eins og aðrir ökumenn. Mikið álag er á ökumönnum á mótssvæðum. XIX Management fyrirtækið er með Hamilton á sínum snærum, er umboðsaðili hans, en sér einnig um kappa eins og David Beckham. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Jackie Stewart sem er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hjá McLaren þurfi að nálgast aksturinn á annan hátt í mótum en raunin er á köflum. Hamilton ók aftan á Ferrari ökumanninn Felipe Massa í keppninni í Singapúr í gær og hefur lent í óhöppum á þessu ári sem hann var valdur að. „Ég er dálítið áttaviltur af því hann (Hamilton) kann að keyra og hefur mikla hæfileika frá náttúrunnar hendi. En ef hann á að verða framúrskarandi ökumaður, þá getur hann ekki verið að lenda í ógöngum hvað eftir annað. Frægustu ökumennirnir voru ekki að upplifa slíkt", sagði Stewart í frétt á autosport.com um Hamilton. Massa var mjög ósáttur við aksturslag Hamilton í mótinu í Singapúr, en áreksturinn á milli þeirra sprengdi afturdekk á bíl Massa, en framvængurinn brotnaði á bíl Hamilton. „Hann hefur allt til að bera, en einhvern veginn þá dettur hann úr gír andlega séð, eins og í Singapúr, í tímatökunni munaði litlu að hann lenti í ógöngum sem hefðu getað þýtt að hann hefði ekki klárað tímatökuna", sagði Stewart, en Hamilton var að reyna komast framúr Massa í krappri beygju í það skiptið í upphitunarhring fyrir atlögu að hröðum hring. „Áreksturinn í keppninni var óþarfi. Ég held að hann þurfi að skoða hugarástand sitt. Hann er með faglegu hæfileikanna, en hann er of oft að lenda í ógöngum. Michael Schumacher hefur lent í því sama", sagði Stewart. Hamilton og Massa lentu í karpi fyrir framan myndavélar fréttamanna eftir keppnina í Singapúr, samkvæmt frétt autosport.com og Hamilton dró sig í hlé frá fréttamönnum eftir það. Anthony faðir Hamilton, sem var umboðsmaður hans áður en leiðir þeirra skildu hvað það varðar telur að Hamilton þurfi á því að halda að hann hafi umboðsmann til staðar á mótssvæðum, eins og aðrir ökumenn. Mikið álag er á ökumönnum á mótssvæðum. XIX Management fyrirtækið er með Hamilton á sínum snærum, er umboðsaðili hans, en sér einnig um kappa eins og David Beckham.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti