Fótbolti

Guðjón Pétur átti góða innkomu í leik með Helsingborg í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Pétur í leik með Val fyrr í sumar.
Guðjón Pétur í leik með Val fyrr í sumar. Mynd/Anton
Guðjón Pétur Lýðsson á góðan möguleika á því að gerast tvöfaldur meistari í Svíþjóð eftir að liðið tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum sænsku bikarkeppninnar með 2-0 sigri á Elfsborg. Guðjón Pétur kom inn á í leiknum í kvöld og stóð sig vel.

Mörkin komu á 42. og 75. mínútu leiksins en Guðjóni Pétri var hrósað sérstaklega fyrir hans frammistöðu í leiknum á heimasíðu Helsingborg. Viðtal við hann má sjá hér.

Helsingborg tryggði sér á dögunum sænska meistaratitilinn en liðið hafði þó nokkra yfirburði í sænsku úrvalsdeildinni í sumar. Guðjón Pétur fór til liðsins í síðasta mánuði sem lánsmaður frá Val.

Liðið mætir Örebro í undanúrslitunum þann 29. október næstkomandi en úrslitaleikurinn fer fram viku síðar. Eiður Aron Sigurbjörnsson, fyrrum leikmaður ÍBV, er á mála hjá Örebro.

Kalmar hefur þegar tryggt sér sæti í úrslitaleik sænsku bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×