Vettel bjóst ekki við að verða fljótastur 10. september 2011 20:52 Lewis Hamilton, Sebastian Vettel og Jenson Button eftir tímatökuna í dag, en þeir eru í fyrstu þremur sætunum á ráslínu. Vettel er fyrstur, Hamilton annar og Button þriðji. AP mynd: Luca Bruno Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu verður fremstur á ráslínu í Monza Formúlu 1 kappakstrinum á Ítalíu í morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni í dag, en Lewis Hamilton á McLaren verður annar á ráslínunni, Jenson Button þriðji á McLaren og Fernando Alonso á Ferrrari fjórði. Við erum hissa hvað við erum samkeppnisfærir og ég hélt þetta yrði jafnara", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull í dag, en hann var 0.450 úr sekúndu fljótari en Hamilton í lokaumferð tímatökunnar í dag. Hann sagði að liðsmenn Red Bull hefðu ekki verið vissir hvort dekkin sem notuð voruð í lokaumferðinni nýttust best í fyrsta eða öðrum hring í fyrri atlögu hans af tveimur að ná besta tíma. Vettel gerði mistök í seinni hringnum í fyrstu atlögunni og reyndi svo annað rennsli í lokin á tímatökunni. „Í annarri tilraun vissi ég að ég ætti eitthvað inni, eftir að hafa ekið fyrsta hringinn einn. Í seinni hringnum voru tveir bílar fyrir framan mig og það hjálpar alltaf hérna. Ég hefði samt aldrei búist við að ná besta tíma, þar sem brautin hefur ekki hentað bíl okkar síðustu tvö ár", sagði Vettel. „Bíllinn er góður og ég er mjög ánægður. Auk þess að hafa heppilegra uppsetningu afturvængnum þá er mikilvægt að bíllinn hafi gott jafnvægi í brautinni og það er gott í ár. Mér leið vel í tímatökunni og ég fann hvernig aðstæður á brautinni bötnuðu. Ég fann inn á brautina og það er galdurinn, ef það er eitthvað slíkt til", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu verður fremstur á ráslínu í Monza Formúlu 1 kappakstrinum á Ítalíu í morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni í dag, en Lewis Hamilton á McLaren verður annar á ráslínunni, Jenson Button þriðji á McLaren og Fernando Alonso á Ferrrari fjórði. Við erum hissa hvað við erum samkeppnisfærir og ég hélt þetta yrði jafnara", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull í dag, en hann var 0.450 úr sekúndu fljótari en Hamilton í lokaumferð tímatökunnar í dag. Hann sagði að liðsmenn Red Bull hefðu ekki verið vissir hvort dekkin sem notuð voruð í lokaumferðinni nýttust best í fyrsta eða öðrum hring í fyrri atlögu hans af tveimur að ná besta tíma. Vettel gerði mistök í seinni hringnum í fyrstu atlögunni og reyndi svo annað rennsli í lokin á tímatökunni. „Í annarri tilraun vissi ég að ég ætti eitthvað inni, eftir að hafa ekið fyrsta hringinn einn. Í seinni hringnum voru tveir bílar fyrir framan mig og það hjálpar alltaf hérna. Ég hefði samt aldrei búist við að ná besta tíma, þar sem brautin hefur ekki hentað bíl okkar síðustu tvö ár", sagði Vettel. „Bíllinn er góður og ég er mjög ánægður. Auk þess að hafa heppilegra uppsetningu afturvængnum þá er mikilvægt að bíllinn hafi gott jafnvægi í brautinni og það er gott í ár. Mér leið vel í tímatökunni og ég fann hvernig aðstæður á brautinni bötnuðu. Ég fann inn á brautina og það er galdurinn, ef það er eitthvað slíkt til", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira