McLaren gefst ekki upp í titilslagnum 13. september 2011 11:28 Sebastian Vettel og Jenson Button faðmast eftir góðan árangur á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Vettel vann ítalska Formúlu 1 mótið og Button varð annar. AP mynd: Antonio Calanni Martin Whitmarsh hjá McLaren segir liðið ekki hafa gefist upp í titilslagnum í Formúlu 1, en Sebastian Vettel á Red Bull er með afgerandi forskot í stigamóti ökumanna eftir sigur á Monza brautinni á Ítalíu á sunnudaginn. Jenson Button varð annar á McLaren á Monza brautinni, Fernando Alonso á Ferrari þriðji og Lewis Hamilton á McLaren fjórði. Red Bull er með 451 stig í stigamóti bílasmiða eftir keppnina á Monza, McLaren er með 325 og Ferrari 254. Red Bull er því í sterkri stöðu í stigamóti bílasmiða eins og í stigamóti ökumanna. Vettel er með 284 stig í stigamóti ökumanna, Alonso 172, Button 167 og Mark Webber hjá Red Bull er einnig með 167 stig. Hamilton er með 158. Vettel er með 112 stiga forskot í stigakeppni ökumanna og getur tryggt sér titilinn í næsta móti í Singapúr, ef úrslitin verða honum í hag. Whitmarsh telur möguleika á sigri McLaren í Singapúr mótinu. „Það eru góðir möguleika á að vinna. Við erum hérna til þessa að sigra og munum reyna af kappi í Singapúr, svo mikið er víst", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. Aðspurður um hvort slagnum um meistaratitillinn væri lokið sagði Whitmarsh: „Nei. Ekki ennþá. En við viljum reyna að vinna nokkur mót. Það er mögulegt, en þeir (Red Bull liðið) eru að gera góða hluti og Sebastian er ekki að gera nógu mikið af mistökum að mínu mati, en sjáum hvað setur." Um frammistöðu McLaren á Monza sagði Whitmarsh: „Við vorum með hraðann í bílnum, en ræsingin gekk ekki vel sem var svekkjandi. Ef keppnin hefði verið einum hring lengri, þá hefðum við náð báðum bílum í verðlaunasæti. Við náðum fleiri stigum en nokkuð annað lið og náðum besta og næstbesta tíma í (í einstökum hring) í keppninni. Við vorum vonsviknir að vinna ekki. En það eru sex mót eftir, sem við getum unnið og við munum keppa að því af kappi", sagði Whitmarsh. Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Martin Whitmarsh hjá McLaren segir liðið ekki hafa gefist upp í titilslagnum í Formúlu 1, en Sebastian Vettel á Red Bull er með afgerandi forskot í stigamóti ökumanna eftir sigur á Monza brautinni á Ítalíu á sunnudaginn. Jenson Button varð annar á McLaren á Monza brautinni, Fernando Alonso á Ferrari þriðji og Lewis Hamilton á McLaren fjórði. Red Bull er með 451 stig í stigamóti bílasmiða eftir keppnina á Monza, McLaren er með 325 og Ferrari 254. Red Bull er því í sterkri stöðu í stigamóti bílasmiða eins og í stigamóti ökumanna. Vettel er með 284 stig í stigamóti ökumanna, Alonso 172, Button 167 og Mark Webber hjá Red Bull er einnig með 167 stig. Hamilton er með 158. Vettel er með 112 stiga forskot í stigakeppni ökumanna og getur tryggt sér titilinn í næsta móti í Singapúr, ef úrslitin verða honum í hag. Whitmarsh telur möguleika á sigri McLaren í Singapúr mótinu. „Það eru góðir möguleika á að vinna. Við erum hérna til þessa að sigra og munum reyna af kappi í Singapúr, svo mikið er víst", sagði Whitmarsh í frétt á autosport.com. Aðspurður um hvort slagnum um meistaratitillinn væri lokið sagði Whitmarsh: „Nei. Ekki ennþá. En við viljum reyna að vinna nokkur mót. Það er mögulegt, en þeir (Red Bull liðið) eru að gera góða hluti og Sebastian er ekki að gera nógu mikið af mistökum að mínu mati, en sjáum hvað setur." Um frammistöðu McLaren á Monza sagði Whitmarsh: „Við vorum með hraðann í bílnum, en ræsingin gekk ekki vel sem var svekkjandi. Ef keppnin hefði verið einum hring lengri, þá hefðum við náð báðum bílum í verðlaunasæti. Við náðum fleiri stigum en nokkuð annað lið og náðum besta og næstbesta tíma í (í einstökum hring) í keppninni. Við vorum vonsviknir að vinna ekki. En það eru sex mót eftir, sem við getum unnið og við munum keppa að því af kappi", sagði Whitmarsh.
Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira