Viðskipti erlent

Forstjóri Toys R Us greiddi vændiskonu milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Paul Hopes var forstjóri leikfangaverslunar.
Paul Hopes var forstjóri leikfangaverslunar. Mynd/ afp.
Paul Hopes, fyrrverandi forstjóri leikfangafyrirtækisins Toys R Us, greiddi vændiskonu 20 þúsund sterlingspund, eða 3,7 milljónir króna, á viku fyrir þjónustu sína. Hopes er fyrir rétti þessa dagana en hann er grunaður um að hafa stolið um 3,7 milljónum punda, eða 685 milljónum, frá Toys R US. Vændiskonan, sem heitir Dawn Dunbar, bar vitni fyrir réttinum í dag. Dómarinn spurði hana hvernig hún gæti réttlætt það verð sem hún hefði sett upp fyrir að þjónusta Hopes. Hún svaraði því til að hún hefði ekki verðlagt þjónustu sína. Hopes hefði greitt þetta vegna þess að honum fyndist það sanngjarnt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×