Fótbolti

Mancini: Erum með gríðarlega reynslumikla menn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mancini á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Napoli.
Mancini á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Napoli. Mynd. / Getty Images
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, ætlar sér stóra hluti í Meistaradeild Evrópu á tímabilinu og telur að lið hans sé klárt í slaginn. Mancini vill meina að Man. City sé með nægilega mikla reynslu og leikmenn liðsins hafi þau gæði sem þurfi til ná langt í þessari keppni.

Manchester City mætir Napoli á Etihad leikvanginum í Manchester í kvöld. 14 leikmenn liðsins hafa áður tekið þátt í Meistaradeild Evrópu og því liðið virkilega reynslumikið á stóra sviðinu.

„Það eru miklar væntingar í borginni og það er eðlilegt þegar við erum með eitt besta lið í Evrópu,“ segir Mancini.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að standast prófið í riðlakeppninni og komast á næsta stig keppninnar“.

„Þær væntingar sem gerðar eru til liðsins setja ekki óþarfa pressu á leikmennina. Þetta er bara einn fótboltaleikur sem verður erfiður, en ekkert öðruvísi en aðrir“.

„Við höfum leikmenn með mikla reynslu og margir þeirra hafa leikið áður í Meistaradeild Evrópu, við verðum ekki í neinum vandræðum að standast pressuna“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×