Fótbolti

Ragnar og Arnór á skotskónum í Danmörku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ragnar Sigurðsson í leik með Gautaborg á síðustu leiktíð.
Ragnar Sigurðsson í leik með Gautaborg á síðustu leiktíð. Mynd. / Guðmundur Svansson
Ragnar Sigurðsson skoraði fyrir FC Köbenhavn þegar liðið sigraði AaB í dönsku úrvalsdeildinni 2-0 á Parken í dag.

Staðan var 0-0 alveg fram að 82. mínútu en þá gerði Ragnar fyrsta mark leiksins. Dame N'Doye innsiglaði sigur FCK aðeins þremur mínútum síðar.

FCK er efsta sæti deildarinnar með 25 stig. AaB er í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar tíu stigum á eftir FCK.

Fyrr í dag tapaði SönderjyskE fyrir Midtjylland á útivelli, 2-0. Arnar Darri Pétursson var á bekknum hjá SönderjyskE en hvorki Ólafur Ingi Skúlason né Hallgrímur Jónasson voru í hópnum í dag.

Arnór Smárason var einnig á skotskónum í Danmörku í dag en hann skoraði eitt marka Esbjerg í dönsku 1. deildinni sem vann Skive 4-0 á útivelli. Liðið er í bullandi toppbaráttu í deildinni og á góða möguleika á að komast upp í úrvalsdeildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×