Pálmi Rafn skoraði í tapleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. september 2011 19:29 Pálmi Rafn Pálmason. Mynd/Stefán Pálmi Rafn Pálmason skoraði eina mark sinna manna í Stabæk er liðið tapaði fyrir Odd Grenland á heimavelli, 3-1, í norsku úrvalsdeildinni í dag. Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum í Noregi og Svíþjóð. Pálmi Rafn lék allan leikinn og skoraði markið á 82. mínútu þegar staðan var 2-0 fyrir gestina. Markið skoraði hann af stuttu færi eftir snarpa sókn Stabæk en þetta var hans sjöunda deildarmark í ár. Þá vann Viking 2-0 sigur á Sogndal og lagði Birkir Bjarnason upp síðara mark sinna manna undir lok leiksins. Birkir lék allan leikinn fyrir Viking, sem og fyrirliðinn Indriði Sigurðsson. Stabæk er í áttunda sæti deildarinnar með 33 stig eftir 22 leiki en Viking er í ellefta sætinu með 30 stig. Þá fóru fram fjölmargir leikir í norsku B-deildinni í dag. Hönefoss vann Sandnes Ulf í miklum Íslendingaslag, 1-0, en þeir Kristján Örn Sigurðsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson léku allan leikinn með Hönefoss. Steinþór Freyr Þorsteinsson lék allan leikinn með Sandnes Ulf en Ingimundur Níels Óskarsson kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. Atli Heimisson lék allan leikinn með Asker sem vann 1-0 sigur á Bryne og Sverrir Hilmar Gunnarsson gerði slíkt hið sama með liði sínu, Mjöndalen, er liðið vann Strömmen, 2-1. Guðmann Þórisson var í byrjunarliði Nybergsund sem vann góaðn sigur á Löv-Ham, 3-2, eftir að hafa lent 2-0 undir snemma leiks. Mörk Nybergsund komu öll á síðustu 30 mínútum leiksins. Sandefjord og Sandnes Ulf eru á toppi deildarinnar með 43 stig hvort en síðarnefnda liðið á þó tvo leiki til góða. Sandnes Ulf hefur þó tapað tveimur leikjum í röð og hefur því toppbarátta deildarinnar opnast upp á gátt. Hönefoss og Bodö/Glimt eru aðeins tveimur stigum á eftir í næstu tveimur sætum en Mjöndalen og Asker eru bæði um miðja deild. Nybergsund er í fallsæti sem stendur, því fjórtánda af sextán með 21 stig. Þá var einnig Íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni í dag. IFK Gautaborg vann 2-0 sigur á Örebro á útivelli. Hjálmar Jónsson og Theodór Elmar Bjarnason voru í liði IFK en Hjörtur Logi Valgarðsson var á bekknum, rétt eins og Eiður Aron Sigurbjörnsson hjá Örebro. Í Hollandi kom Jóhann Berg Guðmundsson inn á sem varamaður á 67. mínútu er lið hans, AZ, vann 2-1 sigur á Waalwijk á útivelli. AZ er í öðru sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, jafn mörg og topplið Twente. Ajax og Feyenoord koma svo næst með fjórtán stig hvort. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Sjá meira
Pálmi Rafn Pálmason skoraði eina mark sinna manna í Stabæk er liðið tapaði fyrir Odd Grenland á heimavelli, 3-1, í norsku úrvalsdeildinni í dag. Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni með liðum sínum í Noregi og Svíþjóð. Pálmi Rafn lék allan leikinn og skoraði markið á 82. mínútu þegar staðan var 2-0 fyrir gestina. Markið skoraði hann af stuttu færi eftir snarpa sókn Stabæk en þetta var hans sjöunda deildarmark í ár. Þá vann Viking 2-0 sigur á Sogndal og lagði Birkir Bjarnason upp síðara mark sinna manna undir lok leiksins. Birkir lék allan leikinn fyrir Viking, sem og fyrirliðinn Indriði Sigurðsson. Stabæk er í áttunda sæti deildarinnar með 33 stig eftir 22 leiki en Viking er í ellefta sætinu með 30 stig. Þá fóru fram fjölmargir leikir í norsku B-deildinni í dag. Hönefoss vann Sandnes Ulf í miklum Íslendingaslag, 1-0, en þeir Kristján Örn Sigurðsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson léku allan leikinn með Hönefoss. Steinþór Freyr Þorsteinsson lék allan leikinn með Sandnes Ulf en Ingimundur Níels Óskarsson kom inn á sem varamaður á 75. mínútu. Atli Heimisson lék allan leikinn með Asker sem vann 1-0 sigur á Bryne og Sverrir Hilmar Gunnarsson gerði slíkt hið sama með liði sínu, Mjöndalen, er liðið vann Strömmen, 2-1. Guðmann Þórisson var í byrjunarliði Nybergsund sem vann góaðn sigur á Löv-Ham, 3-2, eftir að hafa lent 2-0 undir snemma leiks. Mörk Nybergsund komu öll á síðustu 30 mínútum leiksins. Sandefjord og Sandnes Ulf eru á toppi deildarinnar með 43 stig hvort en síðarnefnda liðið á þó tvo leiki til góða. Sandnes Ulf hefur þó tapað tveimur leikjum í röð og hefur því toppbarátta deildarinnar opnast upp á gátt. Hönefoss og Bodö/Glimt eru aðeins tveimur stigum á eftir í næstu tveimur sætum en Mjöndalen og Asker eru bæði um miðja deild. Nybergsund er í fallsæti sem stendur, því fjórtánda af sextán með 21 stig. Þá var einnig Íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni í dag. IFK Gautaborg vann 2-0 sigur á Örebro á útivelli. Hjálmar Jónsson og Theodór Elmar Bjarnason voru í liði IFK en Hjörtur Logi Valgarðsson var á bekknum, rétt eins og Eiður Aron Sigurbjörnsson hjá Örebro. Í Hollandi kom Jóhann Berg Guðmundsson inn á sem varamaður á 67. mínútu er lið hans, AZ, vann 2-1 sigur á Waalwijk á útivelli. AZ er í öðru sæti hollensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, jafn mörg og topplið Twente. Ajax og Feyenoord koma svo næst með fjórtán stig hvort.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Sjá meira