Ólafur Jóhannesson: Íslendingur á að þjálfa íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2011 14:45 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, vill gera sem fæstar breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn á móti Kýpur á morgun en hann ræddi í dag við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann á Stöð 2. Ísland mætir Kýpur á morgun í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2012 sem er einnig síðasti leikurinn sem Ólafur stýrir á Laugardalsvellinum þar sem að hann hættir með landsliðið eftir þessa undankeppni. „Við skulum vona það að ég nái sigri í síðasta heimaleiknum en við munum gera allt sem við getum til þess að vinna leikinn, það er ljóst," sagði Ólafur. Ólafur varð að gera breytingu á hópnum því markvörðurinn Stefán Logi Magnússon og Rúrik Gíslason eru báðir í banni í leiknum á morgun. En mun Hannes Þór Halldórsson, byrja í markinu? „Ég kallaði Harald inn í hópinn og er með tvo fína markmenn. Ég tel meiri líkur á því að Hannes byrji í markinu," sagði Ólafur. Hann hefur einnig kallað á Björn Bergmann Sigurðarson sem kemur inn fyrir Veigar Pál Gunnarsson en hann var settur út úr hópnum. „Ég gef ekki gert það upp við mig hvort Björn Bergmann fái að byrja en við misstum tvo sóknarsinnaða menn út úr hópnum í þeim Rúrik og Veigari. Því fannst mér upplagt að ná í Björn Bergmann. Við ætluðum að velja hann í upphafi en eins og ég hef oft sagt þá vil ég ekki taka 21 árs stráka inn ef ég veit ekki hvað ég ætla að gera við þá. Núna vildi ég hafa hann af því að við misstum tvo menn," sagði Ólafur en hvað gerðist með Veigar Pál. „Það var ágreiningur á milli mín og Veigars og hann yfirgaf hópinn í kjölfarið," sagði Ólafur um ástæður þess að Veigar Páll Gunnarsson verður ekki með liðinu á móti Kýpur. Ólafur segir að það séu leikmenn í hópnum tæpir fyrir leikinn á morgun. „Við erum í smá veseni. Indriði er veikur og það er óvissa með hann og Sölvi er í veseni vegna meiðsla og það er líka óvissa með hann," segir Ólafur en hann fær nú Kristján Örn Sigurðsson aftur inn eftir að hafa verið í leikbanni á móti Noregi. „Ég hef ekki tekið ákvörðun um það hvort Kristján Örn komi inn í liðið. Hafsentarnir spiluðu feiknavel út í Noregi og ég verð að sjá hvernig ástandið á þeim verður," sagði Ólafur. En er hann búinn að ákveða einhverjar breytingar á byrjunarliðinu? „Auðvitað dettur Stefán Logi út þar sem að hann er í leikbanni. Rúrik er farinn líka þannig að það kemur nýr vængmaður. Ég vil rótera sem minnst með liðið því liðið spilaði feiknavel út í Noregi og var í góðum gír þar. Ég vil reyna að halda sem flestum okkar mönnum," sagði Ólafur en hann segir umræðu um næsta landsliðsþjálfara ekki trufla sig. „Þessi umræða truflar mig ekki. Ég er búinn að vera það lengi í þjálfun að ég veit að við missum starfið og samningar eru ekki endurnýjaðir. Þetta truflar mig ekki," sagði Ólafur en vill hann fá erlendan eða íslenskan landsliðsþjálfara. „Það er ekki neinn vafi í mínum huga að Íslendingur á að þjálfa þetta landslið, við höfum ekkert með það að gera að leita út fyrir landssteinana því við eigum nóg af góðum mönnum hér á Íslandi," sagði Ólafur en hver á þá að taka við liðinu. „Ég myndi helst vilja hafa sjálfan mig" sagði Ólafur að lokum í léttum tón en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, vill gera sem fæstar breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn á móti Kýpur á morgun en hann ræddi í dag við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann á Stöð 2. Ísland mætir Kýpur á morgun í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2012 sem er einnig síðasti leikurinn sem Ólafur stýrir á Laugardalsvellinum þar sem að hann hættir með landsliðið eftir þessa undankeppni. „Við skulum vona það að ég nái sigri í síðasta heimaleiknum en við munum gera allt sem við getum til þess að vinna leikinn, það er ljóst," sagði Ólafur. Ólafur varð að gera breytingu á hópnum því markvörðurinn Stefán Logi Magnússon og Rúrik Gíslason eru báðir í banni í leiknum á morgun. En mun Hannes Þór Halldórsson, byrja í markinu? „Ég kallaði Harald inn í hópinn og er með tvo fína markmenn. Ég tel meiri líkur á því að Hannes byrji í markinu," sagði Ólafur. Hann hefur einnig kallað á Björn Bergmann Sigurðarson sem kemur inn fyrir Veigar Pál Gunnarsson en hann var settur út úr hópnum. „Ég gef ekki gert það upp við mig hvort Björn Bergmann fái að byrja en við misstum tvo sóknarsinnaða menn út úr hópnum í þeim Rúrik og Veigari. Því fannst mér upplagt að ná í Björn Bergmann. Við ætluðum að velja hann í upphafi en eins og ég hef oft sagt þá vil ég ekki taka 21 árs stráka inn ef ég veit ekki hvað ég ætla að gera við þá. Núna vildi ég hafa hann af því að við misstum tvo menn," sagði Ólafur en hvað gerðist með Veigar Pál. „Það var ágreiningur á milli mín og Veigars og hann yfirgaf hópinn í kjölfarið," sagði Ólafur um ástæður þess að Veigar Páll Gunnarsson verður ekki með liðinu á móti Kýpur. Ólafur segir að það séu leikmenn í hópnum tæpir fyrir leikinn á morgun. „Við erum í smá veseni. Indriði er veikur og það er óvissa með hann og Sölvi er í veseni vegna meiðsla og það er líka óvissa með hann," segir Ólafur en hann fær nú Kristján Örn Sigurðsson aftur inn eftir að hafa verið í leikbanni á móti Noregi. „Ég hef ekki tekið ákvörðun um það hvort Kristján Örn komi inn í liðið. Hafsentarnir spiluðu feiknavel út í Noregi og ég verð að sjá hvernig ástandið á þeim verður," sagði Ólafur. En er hann búinn að ákveða einhverjar breytingar á byrjunarliðinu? „Auðvitað dettur Stefán Logi út þar sem að hann er í leikbanni. Rúrik er farinn líka þannig að það kemur nýr vængmaður. Ég vil rótera sem minnst með liðið því liðið spilaði feiknavel út í Noregi og var í góðum gír þar. Ég vil reyna að halda sem flestum okkar mönnum," sagði Ólafur en hann segir umræðu um næsta landsliðsþjálfara ekki trufla sig. „Þessi umræða truflar mig ekki. Ég er búinn að vera það lengi í þjálfun að ég veit að við missum starfið og samningar eru ekki endurnýjaðir. Þetta truflar mig ekki," sagði Ólafur en vill hann fá erlendan eða íslenskan landsliðsþjálfara. „Það er ekki neinn vafi í mínum huga að Íslendingur á að þjálfa þetta landslið, við höfum ekkert með það að gera að leita út fyrir landssteinana því við eigum nóg af góðum mönnum hér á Íslandi," sagði Ólafur en hver á þá að taka við liðinu. „Ég myndi helst vilja hafa sjálfan mig" sagði Ólafur að lokum í léttum tón en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira