Ferrari stefnir á sigur á heimavelli 5. september 2011 14:28 Felipe Massa og Fernando Alonso keppa með Ferrari á Ítalíu um næstu helgi. AP mynd: Frank Augstein Ferrari Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso verður við stjórnvölinn á Ferrari bíl um næstu helgi á heimavelli Ferrari liðsins, í Formúlu 1 kappakstrinum á Monza brautinni á Ítalíu. Rétt eins og Felipe Massa á samskonar bíl. Alonso vann mótið á Monza í fyrra. Alonso sagði í fréttatilkynningu frá Pirelli dekkjaframleiðandanum í dag að það væri sérstök tilfinning að keyra í hröðustu keppni ársins á Monza og það væri líka sérstakt tilfinngalega á keyra Ferrari þar. Brautin er oft kölluð heimavöllur Ferrari, sem er ítalskst, rétt eins og Torro Rosso liðið. „Það er ótrúlegt að vinna á Monza og að vinna þar á rauðum bíl (Ferrari) er enn ótrúlegra. Að vera á verðlaunapallinum og sjá þúsundir áhorfenda fyrir neða í rauðum skyrtum og með rauða fána er yfirþyrmandi tilfinning", sagði Alonso. „Markmið okkar í ár er það sama og í fyrra. Að vinna mótið. Við höfum burði til þess, en vitum að keppinautar okkar eru sterkir. Ég er viss um að það verður spennandi keppni, eins og við höfum oft séð á þessu ári." Pirelli dekkjaframleiðandinn er með höfuðstöðvar sínar á Ítalíu og sér öllum keppnisliðum fyrir dekkjum og byrjaði á því á þessu ári. „Endurkoma Pirelli í Formúlu 1 hefur bætt skemmtangildið, sem var eitt af markmiðunum í upphafi árs og við verðum að þakka fyrir það og hvar er það betra en á heimavelli þeirra?", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ferrari Formúlu 1 ökumaðurinn Fernando Alonso verður við stjórnvölinn á Ferrari bíl um næstu helgi á heimavelli Ferrari liðsins, í Formúlu 1 kappakstrinum á Monza brautinni á Ítalíu. Rétt eins og Felipe Massa á samskonar bíl. Alonso vann mótið á Monza í fyrra. Alonso sagði í fréttatilkynningu frá Pirelli dekkjaframleiðandanum í dag að það væri sérstök tilfinning að keyra í hröðustu keppni ársins á Monza og það væri líka sérstakt tilfinngalega á keyra Ferrari þar. Brautin er oft kölluð heimavöllur Ferrari, sem er ítalskst, rétt eins og Torro Rosso liðið. „Það er ótrúlegt að vinna á Monza og að vinna þar á rauðum bíl (Ferrari) er enn ótrúlegra. Að vera á verðlaunapallinum og sjá þúsundir áhorfenda fyrir neða í rauðum skyrtum og með rauða fána er yfirþyrmandi tilfinning", sagði Alonso. „Markmið okkar í ár er það sama og í fyrra. Að vinna mótið. Við höfum burði til þess, en vitum að keppinautar okkar eru sterkir. Ég er viss um að það verður spennandi keppni, eins og við höfum oft séð á þessu ári." Pirelli dekkjaframleiðandinn er með höfuðstöðvar sínar á Ítalíu og sér öllum keppnisliðum fyrir dekkjum og byrjaði á því á þessu ári. „Endurkoma Pirelli í Formúlu 1 hefur bætt skemmtangildið, sem var eitt af markmiðunum í upphafi árs og við verðum að þakka fyrir það og hvar er það betra en á heimavelli þeirra?", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira