Button telur tilkomumikill tilþrif möguleg á Monza brautinni um helgina 7. september 2011 14:40 Jenson Button ræðir við tæknimann McLaren á Spa brautinni á dögunum. AP mynd: Yves Logghe Jenson Button hjá McLaren varð í þriðja sæti í síðustu Formúlu 1 keppni sem var á Spa brautinni í Belgíu, en um helgina keppir hann á Monza brautinni á Ítalíu. Button varð í öðru sæti á eftir Fernando Alonso á Ferrari á Monza brautinni í fyrra, en Felipe Massa á Ferrari varð þriðji. Á Monza brautinni verður leyft á tveimur stöðum að opna stillanlegan afturvæng keppnisbílanna í kappakstrinum, til að auðvelda framúrakstur. Það er í annað skiptið á árinu sem slíkt er leyft, en í öðrum mótum hefur aðeins eitt svæði boðið upp þetta atriði. Þegar ökumaður opnar stillanlegan afturvænginn á fyrirfram ákveðnum svæðum þá eykst hámarkshraðinn, en slíkt mega ökumenn gera séu þeir einni sekúndu, eða innan við það á eftir keppinaut í brautinni á þessu svæði. Á æfingum og í tímatökum er notkun stillanlegs afturvængs frjáls. Button telur að það verði það sama upp á teningnum og í fyrri mótum á Monza að finna þurfi hinn gullna meðalveg í uppstillingu bílanna og yfirbyggingar hvað niðurtog varðar. Í fyrra segir Button að Lewis Hamilton, liðsfélagi hans hafi farið þá leið að hafa lítið niðurtog, en Button kaus sjálfur meira grip á kostnað hámarkshraðans. „Þetta þýddi að þó ég næði góðum aksturstíma, þá gat ég ekki barist um toppsætið, af því komst ekki nógu nærri keppinautnum á beinu köflunum til að reyna framúrakstur", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren um mótið í fyrra og sagði m.a. um mótið í ár: „Í annað skiptið á þessu ári þá verða tvö svæði sem nota má stillanlegan afturvænginn, og því tvö svæði sem gefa möguleika á framúrakstri. Fyrra svæðið verður áhugavert, því það hefur alltaf verið erfitt að slást um sæti á bremsusvæðinu við Ascari beygjuna. Brautin er mjó og aðkoman að beygjunni hröð. Það verður fróðlegt að sjá hvernig stillanlegi afturvængurinn virkar þarna. Það gætu orðið tilkomumikil tilþrif!" „Ég held að hefðbundnari tilraunir til framúraksturs verði í hinu svæðinu sem nota má stillanlegan afturvænginn. Það er eftir Parabolica beygjuna, en það verður þó ekki auðvelt að reyna. Það þarf að halda góðri ferð gegnum beygjuna og inn á rás-og endmarkskaflann og reyna framúraksturs í fyrstu beygju brautarinnar. Það verður mikill kostur að geta notað afturvænginn og gæti skapað áhugaverða þróun mála í kappakstrinum", sagði Button. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button hjá McLaren varð í þriðja sæti í síðustu Formúlu 1 keppni sem var á Spa brautinni í Belgíu, en um helgina keppir hann á Monza brautinni á Ítalíu. Button varð í öðru sæti á eftir Fernando Alonso á Ferrari á Monza brautinni í fyrra, en Felipe Massa á Ferrari varð þriðji. Á Monza brautinni verður leyft á tveimur stöðum að opna stillanlegan afturvæng keppnisbílanna í kappakstrinum, til að auðvelda framúrakstur. Það er í annað skiptið á árinu sem slíkt er leyft, en í öðrum mótum hefur aðeins eitt svæði boðið upp þetta atriði. Þegar ökumaður opnar stillanlegan afturvænginn á fyrirfram ákveðnum svæðum þá eykst hámarkshraðinn, en slíkt mega ökumenn gera séu þeir einni sekúndu, eða innan við það á eftir keppinaut í brautinni á þessu svæði. Á æfingum og í tímatökum er notkun stillanlegs afturvængs frjáls. Button telur að það verði það sama upp á teningnum og í fyrri mótum á Monza að finna þurfi hinn gullna meðalveg í uppstillingu bílanna og yfirbyggingar hvað niðurtog varðar. Í fyrra segir Button að Lewis Hamilton, liðsfélagi hans hafi farið þá leið að hafa lítið niðurtog, en Button kaus sjálfur meira grip á kostnað hámarkshraðans. „Þetta þýddi að þó ég næði góðum aksturstíma, þá gat ég ekki barist um toppsætið, af því komst ekki nógu nærri keppinautnum á beinu köflunum til að reyna framúrakstur", sagði Button í fréttatilkynningu frá McLaren um mótið í fyrra og sagði m.a. um mótið í ár: „Í annað skiptið á þessu ári þá verða tvö svæði sem nota má stillanlegan afturvænginn, og því tvö svæði sem gefa möguleika á framúrakstri. Fyrra svæðið verður áhugavert, því það hefur alltaf verið erfitt að slást um sæti á bremsusvæðinu við Ascari beygjuna. Brautin er mjó og aðkoman að beygjunni hröð. Það verður fróðlegt að sjá hvernig stillanlegi afturvængurinn virkar þarna. Það gætu orðið tilkomumikil tilþrif!" „Ég held að hefðbundnari tilraunir til framúraksturs verði í hinu svæðinu sem nota má stillanlegan afturvænginn. Það er eftir Parabolica beygjuna, en það verður þó ekki auðvelt að reyna. Það þarf að halda góðri ferð gegnum beygjuna og inn á rás-og endmarkskaflann og reyna framúraksturs í fyrstu beygju brautarinnar. Það verður mikill kostur að geta notað afturvænginn og gæti skapað áhugaverða þróun mála í kappakstrinum", sagði Button.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira