Webber segir undraverða stemmningu á Monza 7. september 2011 15:08 Mark Webber er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á Red Bull. AP mynd: Frank Augstein Mark Webber er í örðu sæti í stigakeppni ökumanna í Formúlu 1, á eftir liðsfélaga sínum Sebastian Vettel hjá Red Bull. Sjö mót er enn eftir og næsta mót er á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Fernando Alonso á Ferrari vann mótið á Monza í fyrra, sem skemmdi ekki fyrir stemmningunni meðal áhorfenda, Ferrari liðið er ítalskt. „Monza er ein besta keppnin á árinu, af því að stemmningin er undraverð meðal stuðningsmanna Ferrari. Það er mikil saga á bakvið mótssvæðið og hluti gömlu brautarinnar er enn á svæðinu og svæðið fallega gróið þar sem ítalski kappaksturinn hefur farið fram", sagði Webber m.a. í fréttatilkynningu frá Red Bull um mótið um næstu helgi. Mótið á Monza hefur verið liður í heimsmeistarakeppninni í Formúlu 1 frá 1950, utan einu sinni þegar keppt var á Imola árið 1980. Mótið í ár verður það 61 sem fer fram á Monza. „Þetta er stysta mótið (tímalega séð) sem við tökum þátt í, þar sem við ljúkum 300 km (eknir eru 306.7 km) markinu tillöluega fljótt útaf sérlega miklum hámarkshraða. Það þarf bíl sem er fljótur á beinu köflunum, en hefur samt skynsamlega mikið niðurtog yfirbyggingar í beygjum", sagði Webber, en það þýðir að grip bílanna þarf að vera gott í kröppum beygjum brautarinnar, þó mikill hámarkshraði sé nauðsynlegur til að hægt sé að reyna framúrakstur. Tvö svæði verða á Monza brautinni þar sem opna má stillanlegan afturvæng keppnisbílanna í kappakstrinum, til að auka möguleika á framúrakstri. „Því miður er þetta síðasta keppnin í Evrópu á þessu tímabili. Við vorum ofdekraðir á því hve skemmtilega mótið á Spa þróaðist og vonandi gerist það sama á Monza", sagði Webber. Formúla Íþróttir Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Mark Webber er í örðu sæti í stigakeppni ökumanna í Formúlu 1, á eftir liðsfélaga sínum Sebastian Vettel hjá Red Bull. Sjö mót er enn eftir og næsta mót er á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Fernando Alonso á Ferrari vann mótið á Monza í fyrra, sem skemmdi ekki fyrir stemmningunni meðal áhorfenda, Ferrari liðið er ítalskt. „Monza er ein besta keppnin á árinu, af því að stemmningin er undraverð meðal stuðningsmanna Ferrari. Það er mikil saga á bakvið mótssvæðið og hluti gömlu brautarinnar er enn á svæðinu og svæðið fallega gróið þar sem ítalski kappaksturinn hefur farið fram", sagði Webber m.a. í fréttatilkynningu frá Red Bull um mótið um næstu helgi. Mótið á Monza hefur verið liður í heimsmeistarakeppninni í Formúlu 1 frá 1950, utan einu sinni þegar keppt var á Imola árið 1980. Mótið í ár verður það 61 sem fer fram á Monza. „Þetta er stysta mótið (tímalega séð) sem við tökum þátt í, þar sem við ljúkum 300 km (eknir eru 306.7 km) markinu tillöluega fljótt útaf sérlega miklum hámarkshraða. Það þarf bíl sem er fljótur á beinu köflunum, en hefur samt skynsamlega mikið niðurtog yfirbyggingar í beygjum", sagði Webber, en það þýðir að grip bílanna þarf að vera gott í kröppum beygjum brautarinnar, þó mikill hámarkshraði sé nauðsynlegur til að hægt sé að reyna framúrakstur. Tvö svæði verða á Monza brautinni þar sem opna má stillanlegan afturvæng keppnisbílanna í kappakstrinum, til að auka möguleika á framúrakstri. „Því miður er þetta síðasta keppnin í Evrópu á þessu tímabili. Við vorum ofdekraðir á því hve skemmtilega mótið á Spa þróaðist og vonandi gerist það sama á Monza", sagði Webber.
Formúla Íþróttir Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira