Yfir hundrað milljónir manna um allan heim nota nú Twitter. Dick Costolo, framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem rekur vefsíðuna, segir að fjöldi virkra notenda, sem skrái sig inn á síðuna að minnsta kosti einu sinni í mánuði, hafi aukist um 82% á þessu ári. Um helmingur notenda síðunnar notar hana einu sinni á dag eða oftar.
Costolo sagði jafnframt á blaðamannafundi í dag að verið væri að undirbúa að færa út kvíarnar með starfsemi Twitter og fjölga þannig auglýsingatekjumöguleikum. Costolo segist þó telja að fyrirtækið eigi ekki að fara á markað strax.
Forsvarsmenn Twitter söfnuðu um 400 milljónum dala í áhættu fé í sumar. Það nemur um 46 milljörðum króna.
Yfir 100 milljónir nota Twitter
