Sport

18 ára heimsmeistari í 400 metra hlaupi karla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kirani James kemur hér í mark í hlaupinu í dag.
Kirani James kemur hér í mark í hlaupinu í dag.
Hinn 18 ára Kirani James frá Grenada varð í dag heimsmeistari í 400 metra hlaupi karla þegar hann sigraði í úrslitahlaupinu í Daegu í Suður-Afríku.

Magnaður endasprettur tryggði James sigurinn en hann var stórann hluta af hlaupinu á eftir LaShawn Merritt frá Bandaríkjunum.

Kirani James er þriðji yngsti sigurvegari hlaupsins frá upphafi og því um mikið afrek að ræða, en hlauparinn kom í mark á tímanum 44,60 sekúndum. Merritt varð í öðru sæti á 44,63 sekúndum og Kévin Borlée frá Belgíu varð þriðji á 44.90.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×