Viðskipti erlent

Steve Jobs hættur sem forstjóri Apple

Steve Jobs er hættur sem forstjóri Apple tölvurisans en mun starfa áfram sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Tilkynnt var um þetta í gærkvöldi. Tim Cook sölustjóri Apple tekur við forstjórastarfinu af Jobs.

Engin ástæða var gefin fyrir afsögn Jobs en vitað er að hann hefur glímt við krabbamein á undanförnum árum og hefur verið í veikindaleyfi frá störfum sínum síðan í janúar á þessu ári.

Viðbrögð við þessum fréttum voru þau að hlutir í Apple féllu um 7% undir lok markaða á Wall Street í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×