Senna: Hefur hungrað að komast aftur í keppni 25. ágúst 2011 16:53 Bruno Senna meðal áhorfenda á Spa brautinni í dag. Mynd: Andrew Ferraro/LAT Photographic/Renault F1 Bruno Senna var tilkynntur sem ökumaður Formúlu 1 liðs Renault í gær í stað Nick Heidfeld, en Senna er frá Brasilíu, en hefur keppt í ýmsum mótaröðum síðustu ár. Hann keppti í Formúlu 3 í Bretlandi 2005, en færði sig yfir í GP2 árið 2007 og árið 2008 var hann í baráttu um titilinn í þeirri mótaröð, en varð í öðru sæti. Senna keppt með Hispania liðinu í Formúlu 1 í fyrra, en var síðan ráðinn varaökumaður Renault fyrir þetta tímabil. Heidfeld kom inn í Renault liðið eftir að Robert Kubica meiddist í rallkeppni í vetur, en Senna, sem er 27 ára gamall tekur nú sæti Heidfeld og keppir á Spa brautinni með liðinu ásamt Vitaly Petrov. „Ég er hæstánægður að Renault hefur boðið mér tækifæri til að verða keppnisökumaður. Það er örvun að komast um borð í R31 bílinn og hef fengið mikla reynslu hjá liðinu á þessu tímabili", sagði Senna í fréttatilkynningu frá Renault. Senna keyrði Renault bílinn á föstudagsæfingu í Ungverjalandi á dögunum. „Ég er bæði spenntur og taugaveiklaður - það er eins og jólin og mín erfiðasta prófraun hafa orðið að veruleika á sama degi. En ég er uppveðraður að keppa í Formúlu 1 á ný, sérstaklega með svona stóru liði. Mig hefur hungrað að komast aftur í keppni og það er ekki oft sem maður fær svona tækifæri með liði af þessari stærðargráðu. Mér finnst ég tilbúinn að takast á við verkefnið og er þakklátur liðinu. Ég mun ekki bregðast", sagði Senna. Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Bruno Senna var tilkynntur sem ökumaður Formúlu 1 liðs Renault í gær í stað Nick Heidfeld, en Senna er frá Brasilíu, en hefur keppt í ýmsum mótaröðum síðustu ár. Hann keppti í Formúlu 3 í Bretlandi 2005, en færði sig yfir í GP2 árið 2007 og árið 2008 var hann í baráttu um titilinn í þeirri mótaröð, en varð í öðru sæti. Senna keppt með Hispania liðinu í Formúlu 1 í fyrra, en var síðan ráðinn varaökumaður Renault fyrir þetta tímabil. Heidfeld kom inn í Renault liðið eftir að Robert Kubica meiddist í rallkeppni í vetur, en Senna, sem er 27 ára gamall tekur nú sæti Heidfeld og keppir á Spa brautinni með liðinu ásamt Vitaly Petrov. „Ég er hæstánægður að Renault hefur boðið mér tækifæri til að verða keppnisökumaður. Það er örvun að komast um borð í R31 bílinn og hef fengið mikla reynslu hjá liðinu á þessu tímabili", sagði Senna í fréttatilkynningu frá Renault. Senna keyrði Renault bílinn á föstudagsæfingu í Ungverjalandi á dögunum. „Ég er bæði spenntur og taugaveiklaður - það er eins og jólin og mín erfiðasta prófraun hafa orðið að veruleika á sama degi. En ég er uppveðraður að keppa í Formúlu 1 á ný, sérstaklega með svona stóru liði. Mig hefur hungrað að komast aftur í keppni og það er ekki oft sem maður fær svona tækifæri með liði af þessari stærðargráðu. Mér finnst ég tilbúinn að takast á við verkefnið og er þakklátur liðinu. Ég mun ekki bregðast", sagði Senna.
Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira