Vettel hefur ekki áhyggjur af sigurleysinu 26. ágúst 2011 23:36 Sebastian Vettel er rólegur yfir stöðunni í Formúlu 1, þó hann hafi ekki unnið þrjú síðustu mót. AP mynd: Yves Logghe Sebastian Vettel, sem er efstur í stigamóti ökumanna segist ekki hafa áhyggjur af því þó hann hafi ekki landað sigri í síðustu mótum. Hann hefur ekki unnið þrjú síðustu mót, en hann vann fimm af sex fyrstu mótum ársins. Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Jenson Button unnu sitt mótið hver hvað síðustu þrjú mót varðar. Aðspurður af fréttamönnum á mótsstað helgarinnar á Spa brautinni í Belgíu í frétt á autosport.com hvort hann hefði áhyggjur af gangi mála í síðustu mótum sagði Vettel: „Nei. Alls ekki. Þetta snýst alltaf um hvernig maður snýr hlutunum. Þið eruð þeir sem hafa áhyggjur. Við höfum átt erfitt uppdráttar á stundum, en þetta hefur virkað sem skyldi. Það er engin dramatík og því hef ég ekki áhyggjur", sagði Vettel. „Við skoðum þessa mótshelgina hvar við stöndum. Veðrið er rysjótt og við sjáum hvað setur. Ég er með nokkuð gott sjálfstraust fyrir keppnina. Við höfum lært ýmislegt í síðustu mótum og sjáum hve mikið um helgina." McLaren hefur unnið tvö síðustu mót, en engu að síður er Vettel með gott forskot í stigamóti ökumanna og Red Bull í stigamóti bílasmiða. „Kannski vorum við ekki alveg með á nótunum, en þeim (Mclaren) hefur gengið vel og unnu mótin hreint og beint. Við verðum að sætta okkur við það. Ég kann ekki við það og við verðum að snúa málum okkur í hag. En við virðum líka önnur lið. Ég virði aðra ökumenn og það eru nokkrir góðir í Formúlu 1. Það er engin ósigrandi", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel, sem er efstur í stigamóti ökumanna segist ekki hafa áhyggjur af því þó hann hafi ekki landað sigri í síðustu mótum. Hann hefur ekki unnið þrjú síðustu mót, en hann vann fimm af sex fyrstu mótum ársins. Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Jenson Button unnu sitt mótið hver hvað síðustu þrjú mót varðar. Aðspurður af fréttamönnum á mótsstað helgarinnar á Spa brautinni í Belgíu í frétt á autosport.com hvort hann hefði áhyggjur af gangi mála í síðustu mótum sagði Vettel: „Nei. Alls ekki. Þetta snýst alltaf um hvernig maður snýr hlutunum. Þið eruð þeir sem hafa áhyggjur. Við höfum átt erfitt uppdráttar á stundum, en þetta hefur virkað sem skyldi. Það er engin dramatík og því hef ég ekki áhyggjur", sagði Vettel. „Við skoðum þessa mótshelgina hvar við stöndum. Veðrið er rysjótt og við sjáum hvað setur. Ég er með nokkuð gott sjálfstraust fyrir keppnina. Við höfum lært ýmislegt í síðustu mótum og sjáum hve mikið um helgina." McLaren hefur unnið tvö síðustu mót, en engu að síður er Vettel með gott forskot í stigamóti ökumanna og Red Bull í stigamóti bílasmiða. „Kannski vorum við ekki alveg með á nótunum, en þeim (Mclaren) hefur gengið vel og unnu mótin hreint og beint. Við verðum að sætta okkur við það. Ég kann ekki við það og við verðum að snúa málum okkur í hag. En við virðum líka önnur lið. Ég virði aðra ökumenn og það eru nokkrir góðir í Formúlu 1. Það er engin ósigrandi", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Íslenski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira