Yfirmaður hjá Mercedes biður Schumacher afsökunar 27. ágúst 2011 21:28 Mercedes bíll Michael Schumacher skemmdist nokkuð eftir að afturhjól flaug undan bílnum í tímatökunni í dag. AP mynd: Dimitar Dilkoff Michael Schumacher var afar óheppinn í tímatökum fyrir belgíska kappaksturinn sem fóru fram í dag, en afturhjól losnaði undan bílnum. Bíllinn snerist útaf og Schumacher sem er að halda upp á það að 20 ár eru frá því að hann byrjaði í Formúlu 1 verður aftastur á ráslínu. Nobert Haug hjá Mercedes liðinu sagði að liðið yrði að biðja hann afsökunar á atvikinu og það verður skoðað hvað gerðist. „Vitanlega hefði ég óskað að þess að þetta hefði farið öðruvísi í tímatökunni, en það er erfitt að keyra á þremur hjólum, þó ég þekki það af fyrri reynslu á Spa brautinni", sagði Schumacher um atvikið í dag. „Án gríns, þá á svona lagað ekki að geta gerst, en þetta er Formúla 1. Við vinnum samkvæmt hæsta gæðastaðli, en svona getur gerst. Fyrst hélt ég að ég hefði misst bílinn út að aftan, en svo sá ég afturhjólið fara undan bílnum. Skildi hvað hafði gerst. Það góða við þetta er að ég sparaði dekk og það er því bara ein leið á morgun. Uppávið", sagði Schumacher Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Mercedes liðsins sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum fyrir hönd Schumacher, því aðstæður á brautinni hefðu hentað honum fullkomlega. Rigning var í tímatökunum. „Við þurfum að skoða hvað gerðist, en lítur út fyrir að eitthvað hafi vantað í tengslum við að tryggja að afturhjólið væri fast. Þetta verður skoðað í kvöld, til að þetta geti ekki hent aftur. Báðir bílarnir eru með uppsetningu fyrir þurra braut og vonandi verður þurrt á morgun", sagði Brawn. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Michael Schumacher var afar óheppinn í tímatökum fyrir belgíska kappaksturinn sem fóru fram í dag, en afturhjól losnaði undan bílnum. Bíllinn snerist útaf og Schumacher sem er að halda upp á það að 20 ár eru frá því að hann byrjaði í Formúlu 1 verður aftastur á ráslínu. Nobert Haug hjá Mercedes liðinu sagði að liðið yrði að biðja hann afsökunar á atvikinu og það verður skoðað hvað gerðist. „Vitanlega hefði ég óskað að þess að þetta hefði farið öðruvísi í tímatökunni, en það er erfitt að keyra á þremur hjólum, þó ég þekki það af fyrri reynslu á Spa brautinni", sagði Schumacher um atvikið í dag. „Án gríns, þá á svona lagað ekki að geta gerst, en þetta er Formúla 1. Við vinnum samkvæmt hæsta gæðastaðli, en svona getur gerst. Fyrst hélt ég að ég hefði misst bílinn út að aftan, en svo sá ég afturhjólið fara undan bílnum. Skildi hvað hafði gerst. Það góða við þetta er að ég sparaði dekk og það er því bara ein leið á morgun. Uppávið", sagði Schumacher Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Mercedes liðsins sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum fyrir hönd Schumacher, því aðstæður á brautinni hefðu hentað honum fullkomlega. Rigning var í tímatökunum. „Við þurfum að skoða hvað gerðist, en lítur út fyrir að eitthvað hafi vantað í tengslum við að tryggja að afturhjólið væri fast. Þetta verður skoðað í kvöld, til að þetta geti ekki hent aftur. Báðir bílarnir eru með uppsetningu fyrir þurra braut og vonandi verður þurrt á morgun", sagði Brawn.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti