Kubica á réttri leið eftir síðustu aðgerðina 29. ágúst 2011 20:49 Robert Kubica vonast eftir því að komast í Formúlu 1 á ný. Mynd: LAT photographic/Andrew Ferraro/Renault F1 Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica slasaðist alvarlega í rallkeppni fyrir keppnistímabilið í Formúlu 1 og hefur verið í stöðugri endurhæfingu síðan. Hann fór um helgina í síðustu aðgerðina sem læknar ráðgera á honum. Renault liðið bíður þess hvort Kubica nær nægum styrk til að geta keppt aftur í Formúlu 1, en hann slasaðist alvarlega þegar vegrið gekk í gegnum bíl hans í rallkeppni á Ítalíu í vetur. Aðgerðin í gær var til að lagfæra hægri olnboga hans, en hann meiddist alvarleg á hægri hendi í óhappinu og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að aflima þyrfti hægri hönd hans. Aðgerðin heppnaðist fullkomlega í gær, en Kubica var fljótur til þegar hann vaknaði eftir aðgerðina og spurði strax hver úrslitin hefðu verið í Formúlu 1 mótinu á Spa brautinni í gær. Hann vill ólmur keppa á ný, þrátt fyrir óhappið sem hann upplifði. Möguleiki er á að hann keyri í ökuhermi Renault síðar á árinu, en mál hans tak mið af því hvernig líkamleg ásigkomulag hans verður. Nick Heidfeld tók sæti Kubica hjá Renault í vetur, en hann var leystur frá starfi ökumanns fyrir helgina og Bruno Senna tók sæti hans. Senna náði sjöunda sæti á ráslínu, en lauk keppni í þrettánda sæti, eftir slæm mistök í upphafi. Þá keyrði hann á annan ökumann skömmu eftir ræsingu og laskaði sinn bíl og Jamie Alguersuari varð að hætta keppni vegna atviksins. Formúla Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Robert Kubica slasaðist alvarlega í rallkeppni fyrir keppnistímabilið í Formúlu 1 og hefur verið í stöðugri endurhæfingu síðan. Hann fór um helgina í síðustu aðgerðina sem læknar ráðgera á honum. Renault liðið bíður þess hvort Kubica nær nægum styrk til að geta keppt aftur í Formúlu 1, en hann slasaðist alvarlega þegar vegrið gekk í gegnum bíl hans í rallkeppni á Ítalíu í vetur. Aðgerðin í gær var til að lagfæra hægri olnboga hans, en hann meiddist alvarleg á hægri hendi í óhappinu og um tíma höfðu menn áhyggjur af því að aflima þyrfti hægri hönd hans. Aðgerðin heppnaðist fullkomlega í gær, en Kubica var fljótur til þegar hann vaknaði eftir aðgerðina og spurði strax hver úrslitin hefðu verið í Formúlu 1 mótinu á Spa brautinni í gær. Hann vill ólmur keppa á ný, þrátt fyrir óhappið sem hann upplifði. Möguleiki er á að hann keyri í ökuhermi Renault síðar á árinu, en mál hans tak mið af því hvernig líkamleg ásigkomulag hans verður. Nick Heidfeld tók sæti Kubica hjá Renault í vetur, en hann var leystur frá starfi ökumanns fyrir helgina og Bruno Senna tók sæti hans. Senna náði sjöunda sæti á ráslínu, en lauk keppni í þrettánda sæti, eftir slæm mistök í upphafi. Þá keyrði hann á annan ökumann skömmu eftir ræsingu og laskaði sinn bíl og Jamie Alguersuari varð að hætta keppni vegna atviksins.
Formúla Íþróttir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira