Evrópa komin í rautt, dökkt útlit vestanhafs 11. ágúst 2011 12:06 Helstu markaðir Evrópu eru komnir í rauðar tölur eftir nokkuð góða hækkun þegar viðskiptin hófust í morgun. Þá benda utanmarkaðsviðskipti til þess að markaðir í Bandaríkjunum muni opna í mínus eftir hádegið. Í frétt um málið á BBC segir að FTSE vísitalan sé nú 0,8% í mínus eftir að hafa verið um 2% í plús snemma í morgun. Dax vísitalan í Frankfurt er komin í mínus 1,2% og Cac 40 í mínus 2,3%. Það eru einkum hlutir í bönkum sem valda þessum viðsnúningi til hins verra en þeir hafa fallið um 5% að meðaltali í morgun. Eins og staðan er í utanmarkaðsviðskiptum í Bandaríkjunum í augnablikinu munu helstu vísitölur þar lækka um 1% þegar viðskiptin hefjast klukkan 13.30 að okkar tíma. Þessar sveiflur innan dagsins að undanförnu benda til þessa að fjárfestar séu mjög taugatrekktir. Þannig var tilhæfulaus orðrómur í gærdag þess valdandi að markaðir tóku djúpa dýfu. Orðrómurinn var á þá leið að Frakkland væri að missa topplánshæfiseinkunn sína. Yfirlýsingar þriggja stóru matsfyrirtækjanna um að þetta væri bull höfðu ekkert að segja gegn taugaveikluninni. Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Helstu markaðir Evrópu eru komnir í rauðar tölur eftir nokkuð góða hækkun þegar viðskiptin hófust í morgun. Þá benda utanmarkaðsviðskipti til þess að markaðir í Bandaríkjunum muni opna í mínus eftir hádegið. Í frétt um málið á BBC segir að FTSE vísitalan sé nú 0,8% í mínus eftir að hafa verið um 2% í plús snemma í morgun. Dax vísitalan í Frankfurt er komin í mínus 1,2% og Cac 40 í mínus 2,3%. Það eru einkum hlutir í bönkum sem valda þessum viðsnúningi til hins verra en þeir hafa fallið um 5% að meðaltali í morgun. Eins og staðan er í utanmarkaðsviðskiptum í Bandaríkjunum í augnablikinu munu helstu vísitölur þar lækka um 1% þegar viðskiptin hefjast klukkan 13.30 að okkar tíma. Þessar sveiflur innan dagsins að undanförnu benda til þessa að fjárfestar séu mjög taugatrekktir. Þannig var tilhæfulaus orðrómur í gærdag þess valdandi að markaðir tóku djúpa dýfu. Orðrómurinn var á þá leið að Frakkland væri að missa topplánshæfiseinkunn sína. Yfirlýsingar þriggja stóru matsfyrirtækjanna um að þetta væri bull höfðu ekkert að segja gegn taugaveikluninni.
Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent