Credit Suisse í ráðgjöf um kaupin á Iceland 12. ágúst 2011 09:04 Verslunarkeðjan Morrison er um það bil að ráða svissneska stórbankann Credit Suisse til að vera sér til ráðgjafar við kaupin á Iceland Foods keðjunni. Þetta kemur fram í frétt í Financial Times í dag. Eins og kunnugt er hefur skilanefnd Landsbankans sett Iceland í söluferli og hljóðar verðmiðinn upp á 1,5 milljarð punda eða um 280 milljarða kr. Morrison er fjórða stærsta verslunarkeðja Bretlands á matvörumarkaðinum og er að auka við fjölda verslana sinna undir stjórn forstjórans Dalton Philips. Morrison vill ekki tjá sig um málið og í fréttinni segir að fyrirhuguð ráðning Credit Suisse þýði ekki endilega að Morrison muni bjóða í Iceland í heild sinni. Hinsvegar er líklegt að ef samkeppnisaðili Morrison eignast Iceland verði sá hinn sami að selja eitthvað af verslunum Iceland vegna samkeppnisreglna. Í því tilfelli þyrfti Morrison bankaráðgjöf við að kaupa þær verslanir sem koma á markaðinn. Talið er að bæði Goldman Sachs og Barclays Capital hafa sýnt því áhuga að verða ráðgjafar Morrison í þessum pælingum um kaupin á Iceland, í heilda eða að hluta til. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verslunarkeðjan Morrison er um það bil að ráða svissneska stórbankann Credit Suisse til að vera sér til ráðgjafar við kaupin á Iceland Foods keðjunni. Þetta kemur fram í frétt í Financial Times í dag. Eins og kunnugt er hefur skilanefnd Landsbankans sett Iceland í söluferli og hljóðar verðmiðinn upp á 1,5 milljarð punda eða um 280 milljarða kr. Morrison er fjórða stærsta verslunarkeðja Bretlands á matvörumarkaðinum og er að auka við fjölda verslana sinna undir stjórn forstjórans Dalton Philips. Morrison vill ekki tjá sig um málið og í fréttinni segir að fyrirhuguð ráðning Credit Suisse þýði ekki endilega að Morrison muni bjóða í Iceland í heild sinni. Hinsvegar er líklegt að ef samkeppnisaðili Morrison eignast Iceland verði sá hinn sami að selja eitthvað af verslunum Iceland vegna samkeppnisreglna. Í því tilfelli þyrfti Morrison bankaráðgjöf við að kaupa þær verslanir sem koma á markaðinn. Talið er að bæði Goldman Sachs og Barclays Capital hafa sýnt því áhuga að verða ráðgjafar Morrison í þessum pælingum um kaupin á Iceland, í heilda eða að hluta til.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira