Viðskipti erlent

Niðurskurður í ríkisfjármálum Ítala mikilvægur fyrir evrusvæðið

Herman Van Rompuy, forseti ESB
Herman Van Rompuy, forseti ESB Mynd/AFP
Herman Van Rompuy, forseti Evrópusambandsins, segir áætlun ríkisstjórnar Ítalíu um stórfelldan niðurskurð í ríkisfjármálum gríðarlega mikilvæga fyrir allt evrusvæðið. Rompuy segist styðja aðgerðir Ítala en hann fundaði með Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu í morgun.

Berlusconi fundaði í gær með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Jean-Claude Trichet, bankastjóra Seðlabanka Evrópu, en þau styðja bæði aðgerðirnar. Berlusconi mun síðar á dag funda með Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, til að fara yfir áætlun Ítala.

Ríkisstjórn Ítalíu samþykkti á fundi á föstudag áætlun sem hljóðar upp á 45,5 milljarða evra niðurskurð á árunum 2012 og 2013, en það er jafnvirði rúmlega 7.400 milljarða króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×