Sport

ÍR-ingar með gott tak á bikarnum - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
ÍR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Bikarkeppni FRÍ um helgina og unnu bikarinn þriðja árið í röð. Þetta er jafnframt í tuttugasta sinn í 46 ára sögu bikarkeppninnar þar sem ÍR-ingar eru bikarmeistarar.

ÍR fékk 170 stig, en FH var í 2. sæti með 153 stig. Í þriðja sæti var lið Fjölnir/Ármanns með 123 stig. FH bar öruggan sigur úr bítum í karlaflokki með 93 stig en í öðru sæti var ÍR með 84 stig og í þriðja sæti var lið lið Fjölnis/Ármanns með 56 stig. Í kvennakeppninni sigruðu ÍR-ingar með 86 stig og Fjölnir/Ármann varð í 2. sæti með 67 stig og lið Norðurlands með 63 stig.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Kópavogsvellinum og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.

Mynd/Stefán



Fleiri fréttir

Sjá meira


×