Reiknað er með að teiknimyndablað sem er á uppboði á netinu muni seljast á yfir hálfan milljarð króna.
Um er að ræða fyrsta tölublaðið af Action Comics þar sem teiknimyndahetjan Superman kom fram í fyrsta sinn. Blaðið var gefið út árið 1938 og kostaði þá 10 sent eintakið.
Hæsta boðið sem stendur nemur 350 milljónum króna. Talið er að innan við hundrað eintök af þessu blaði séu til í heiminum og þar af örfá í góðu ásigkomulagi. Blaðið hefur því fengið viðurnefnið Hinn heilagi kaleikur meðal þeirra sem safna slíkum blöðum.
Teiknimyndablað selst fyrir hálfan milljarð

Mest lesið

Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti
Viðskipti innlent

Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu
Viðskipti innlent


Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu
Viðskipti erlent

Verð enn lægst í Prís
Neytendur

Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku
Viðskipti innlent


Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík
Viðskipti innlent

