Sport

Sindri Hrafn áttundi á Ólympíuleikum æskunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sindri Hrafn á mótinu í Tyrklandi.
Sindri Hrafn á mótinu í Tyrklandi.
Spjótkastarinnar Sindri Hrafn Guðmundsson tvíbætti eigið Íslandsmet í spjótkasti í sínum aldursflokki á Ólympíudögum æskunnar í síðustu viku. Sindri, sem æfir með Breiðabliki og er 16 ára gamall, bætti varð í 8. sæti í keppninni.

Sindri var einn af 22 íslenskum keppendum á Ólympíudögunum í Trabzon í Tyrklandi. Hann bætti Íslandsmetið um 10 sentimetra í undankeppninni þegar hann kastaði 65,25 metra. Hann kastaði svo enn lengra í úrslitum keppninnar, 66,06 metra og lenti í 8. sæti.

Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr ÍR stóð sig vel í 400 metra hlaupi. Hún bætti sig utanhúss þegar hún hljóp 400 metrana á 55,48 sekúndum og setti Íslandsmet í sínum flokki. Tíminn dugði þó ekki til þess að komast í úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×