Ásdís: Ég kem bara sterk inn í seinni hlutann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2011 06:00 Ásdís Hjálmsdóttir varð í fyrrakvöld fyrsti Íslendingurinn sem tryggir sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London 2012 þegar hún kastaði spjótinu 59,12 metra á Kastmóti ÍR. Ásdís var í viðtali hjá Ásgeiri Erlendssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Það hefur gengið á ýmsu hjá Ásdísi í sumar en hún náði þarna að tryggja sér sæti á HM í Daegu sem fram fer í lok mánaðarins og fékk síðan Ólympíusætið í bónus. „Ég fékk matareitrun og var frá út af henni í heilan mánuð. Svo átti ég erfitt með að fá mót. Ég hef verið að æfa hérna heima í hörku formi en hef ekki komist á nein mót. Ég var orðin svolítið stressuð enda stutt í að fresturinn myndi renna út. Það var því ágætt að þetta kláraðist," sagði Ásdís. „Fresturinn til að komast inn á Heimsmeistaramótið rennur út 15. ágúst og þetta var því orðið smá stress. Ég vissi alveg að ég á að geta kastað þetta langt og þetta átti ekki að vera nein spurning. Maður þarf samt alltaf smá heppni og það er ekkert búið að falla með mér í sumar. Ég kem bara sterk inn í seinni hlutann," sagði Ásdís. „Ég á nóg inni. Ég átti líka annað kast upp á 58 metra slétta og mér finnst ég eiga alveg helling inni. Ég vona að ég nái að kreista það út á endasprettinum í sumar," sagði Ásdís en mun keppa á Demantamóti í London um helgina. „Ég ætla bara að kasta vel. Við erum búin að vera einblína á nokkra hluti á æfingum og ég ætla að fara þangað og gera þá hluti vel. Ef ég geri það þá fer spjótið langt. Maður á ekki að vera að hugsa of mikið um vegalengdirnar þegar maður fer í svona mót. Ef maður kastar vel þá fer spjótið langt," sagði Ásdís að lokum en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Innlendar Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra körfubolti, Lengjubikarinn og margt fleira Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir varð í fyrrakvöld fyrsti Íslendingurinn sem tryggir sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London 2012 þegar hún kastaði spjótinu 59,12 metra á Kastmóti ÍR. Ásdís var í viðtali hjá Ásgeiri Erlendssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Það hefur gengið á ýmsu hjá Ásdísi í sumar en hún náði þarna að tryggja sér sæti á HM í Daegu sem fram fer í lok mánaðarins og fékk síðan Ólympíusætið í bónus. „Ég fékk matareitrun og var frá út af henni í heilan mánuð. Svo átti ég erfitt með að fá mót. Ég hef verið að æfa hérna heima í hörku formi en hef ekki komist á nein mót. Ég var orðin svolítið stressuð enda stutt í að fresturinn myndi renna út. Það var því ágætt að þetta kláraðist," sagði Ásdís. „Fresturinn til að komast inn á Heimsmeistaramótið rennur út 15. ágúst og þetta var því orðið smá stress. Ég vissi alveg að ég á að geta kastað þetta langt og þetta átti ekki að vera nein spurning. Maður þarf samt alltaf smá heppni og það er ekkert búið að falla með mér í sumar. Ég kem bara sterk inn í seinni hlutann," sagði Ásdís. „Ég á nóg inni. Ég átti líka annað kast upp á 58 metra slétta og mér finnst ég eiga alveg helling inni. Ég vona að ég nái að kreista það út á endasprettinum í sumar," sagði Ásdís en mun keppa á Demantamóti í London um helgina. „Ég ætla bara að kasta vel. Við erum búin að vera einblína á nokkra hluti á æfingum og ég ætla að fara þangað og gera þá hluti vel. Ef ég geri það þá fer spjótið langt. Maður á ekki að vera að hugsa of mikið um vegalengdirnar þegar maður fer í svona mót. Ef maður kastar vel þá fer spjótið langt," sagði Ásdís að lokum en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Innlendar Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra körfubolti, Lengjubikarinn og margt fleira Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sjá meira