Randi Zuckerberg markaðsstjóri Facebook hefur látið af störfum hjá vefsíðunni en Randi er systir stofnenda Facebook, Mark Zuckenbergar.
Randi hefur starfað með bróður sínum að vexti og viðgangi Facebook á síðustu sex árum og þykir hafa gengt lykilhlutverki í þeim mikla árangri sem vefsíðan hefur náð á heimsvísu.
Í frétt á CNN Money kemur fram að Randi ætli sér að stofna sitt eigið fyrirtæki sem sinna á félagslegum rannsóknum.
Randi Zuckerberg hættir hjá Facebook
