Jón Stóri reyndi að svindla sér heim með Herjólfi 4. ágúst 2011 11:01 Óvænt uppákoma varð við Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum þegar Jón Stóri, sem þekktur er úr undirheimum Reykjavíkur, reyndi að svindla sér um borð í Herjólf. Jón keyrði bifreið sína framhjá röðinni og inn í Herjólf en þó hann væri sjálfur með farmiða fyrir leiðinni heim var hann ekki með miða fyrir bílinn sinn. „Hann keyrði bara um borð án þess að vera með miða fyrir ferðinni og það var ekki pláss fyrir bílinn," segir Steinar Magnússon, skipsstjóri um borð í Herjólfi. Hann segir nokkra menn hafa verið í bílnum með Jóni, sem sjálfur hafi ekki litið allt of vel út, með glóðurauga og sólgleraugu og á endanum hafi lögreglan verið kölluð til. Jón heitir réttu nafni Jón Hilmar Hallgrímsson og er einna þekktast fyrir að tilheyra genginu Semper Fi, en meðlimir þess hóps hafa komið við sögu lögreglunnar. „Löggan kom og talaði eitthvað við þá og þá höfðum við ákveðið að setja bara spotta í bílinn og draga hann út. En þá tók einhver af þeim upp lykla og keyrði bílinn út. Jón fór svo sem farþegi til Landeyjarhafnar. Hann var með miða sem farþegi en á biðlista fyrir bílinn." Steinar segir ljóst að enginn kemst upp með að svindla sér framfyrir um borð í Herjólf. „Það er sama hvort þú heitir Stóri Jón eða Litli Jón. Það erum við sem stjórnum," segir Steinar og bætir við að ef þeir hefðu ekki keyrt bílinn út hefðu starfsmenn Herjólfs dregið hann út. Af öðrum óvæntum uppákomum um borð í Herjólfi þessa Verslunarmannahelgi má minnast á farþega sem hoppaði í sjóinn rétt áður en komið var að Básaskersbryggju í Eyjum og synti í land. „Ætli honum hafi ekki bara legið á,“ segir Steinar skipstjóri. Mál Jóns stóra Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Óvænt uppákoma varð við Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum þegar Jón Stóri, sem þekktur er úr undirheimum Reykjavíkur, reyndi að svindla sér um borð í Herjólf. Jón keyrði bifreið sína framhjá röðinni og inn í Herjólf en þó hann væri sjálfur með farmiða fyrir leiðinni heim var hann ekki með miða fyrir bílinn sinn. „Hann keyrði bara um borð án þess að vera með miða fyrir ferðinni og það var ekki pláss fyrir bílinn," segir Steinar Magnússon, skipsstjóri um borð í Herjólfi. Hann segir nokkra menn hafa verið í bílnum með Jóni, sem sjálfur hafi ekki litið allt of vel út, með glóðurauga og sólgleraugu og á endanum hafi lögreglan verið kölluð til. Jón heitir réttu nafni Jón Hilmar Hallgrímsson og er einna þekktast fyrir að tilheyra genginu Semper Fi, en meðlimir þess hóps hafa komið við sögu lögreglunnar. „Löggan kom og talaði eitthvað við þá og þá höfðum við ákveðið að setja bara spotta í bílinn og draga hann út. En þá tók einhver af þeim upp lykla og keyrði bílinn út. Jón fór svo sem farþegi til Landeyjarhafnar. Hann var með miða sem farþegi en á biðlista fyrir bílinn." Steinar segir ljóst að enginn kemst upp með að svindla sér framfyrir um borð í Herjólf. „Það er sama hvort þú heitir Stóri Jón eða Litli Jón. Það erum við sem stjórnum," segir Steinar og bætir við að ef þeir hefðu ekki keyrt bílinn út hefðu starfsmenn Herjólfs dregið hann út. Af öðrum óvæntum uppákomum um borð í Herjólfi þessa Verslunarmannahelgi má minnast á farþega sem hoppaði í sjóinn rétt áður en komið var að Básaskersbryggju í Eyjum og synti í land. „Ætli honum hafi ekki bara legið á,“ segir Steinar skipstjóri.
Mál Jóns stóra Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira