Orðrómur um 10 milljarða dollara gróða á lánshæfislækkun 9. ágúst 2011 08:48 Dularfullur fjárfestir eða vogunarsjóður er sagður hafa hagnast um 10 milljarða dollara, eða um tæplega 1.160 milljarða kr. á því að veðja á að Standard & Poor´s lækkaði topplánshæfiseinkunn Bandaríkjanna. George Soros þykir líklegur sem þessi fjárfestir. Veðmálið fór fram í gegnum framvirka samninga um viðskipti með tugþúsundir bandarískra ríkisskuldabréfa. Sá sem stóð að því á að hafa lagt fram tæplega milljarð dollara og hefur fengið þá fjárfestingu sína 1.000% til baka. Í frétt um málið í Daily Mail segir að spurningar hafi vaknað um hvort viðkomandi fjárfestir hafi haft innherjaupplýsingar áður en hann fór í þessa viðskiptafléttu. Af þeim sökum hafa böndin borist að George Soros þar sem hann hefur unnið með stjórn Baracks Obama. Þá er einnig bent á að þegar veðmálinu var lokað seinni hluta síðasta mánaðar hafi Soros tilkynnt um lokun á vogunarsjóði sínum, einkum til að forðast eftirlit frá bandaríska fjármálaeftirlitinu. Rifjað er upp að það var George Soros sem snýtti Englandsbanka um einn milljarð dollara á degi sem kallað er „svarti miðvikudagurinn“ árið 1992. Þá veðjaði Soros á að bankinn gæti ekki haldið gengi pundsins uppi sem varð raunin. Heimildir sem standa nálægt Soros neita því að hann hafi staðið í veðmáli um hvort Standard & Poor´s myndi lækka lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna eða ekki. Þessar heimildir telja raunar vafasamt að slíkt veðmál sé yfir höfuð staðreynd en ekki bara kjaftasaga. Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Dularfullur fjárfestir eða vogunarsjóður er sagður hafa hagnast um 10 milljarða dollara, eða um tæplega 1.160 milljarða kr. á því að veðja á að Standard & Poor´s lækkaði topplánshæfiseinkunn Bandaríkjanna. George Soros þykir líklegur sem þessi fjárfestir. Veðmálið fór fram í gegnum framvirka samninga um viðskipti með tugþúsundir bandarískra ríkisskuldabréfa. Sá sem stóð að því á að hafa lagt fram tæplega milljarð dollara og hefur fengið þá fjárfestingu sína 1.000% til baka. Í frétt um málið í Daily Mail segir að spurningar hafi vaknað um hvort viðkomandi fjárfestir hafi haft innherjaupplýsingar áður en hann fór í þessa viðskiptafléttu. Af þeim sökum hafa böndin borist að George Soros þar sem hann hefur unnið með stjórn Baracks Obama. Þá er einnig bent á að þegar veðmálinu var lokað seinni hluta síðasta mánaðar hafi Soros tilkynnt um lokun á vogunarsjóði sínum, einkum til að forðast eftirlit frá bandaríska fjármálaeftirlitinu. Rifjað er upp að það var George Soros sem snýtti Englandsbanka um einn milljarð dollara á degi sem kallað er „svarti miðvikudagurinn“ árið 1992. Þá veðjaði Soros á að bankinn gæti ekki haldið gengi pundsins uppi sem varð raunin. Heimildir sem standa nálægt Soros neita því að hann hafi staðið í veðmáli um hvort Standard & Poor´s myndi lækka lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna eða ekki. Þessar heimildir telja raunar vafasamt að slíkt veðmál sé yfir höfuð staðreynd en ekki bara kjaftasaga.
Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira