Sport

Fyrsta unglingalandslið Íslands í strandblaki valið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vinstri: Helena, Hjördís, Berglind og Elísabet
Frá vinstri: Helena, Hjördís, Berglind og Elísabet Mynd/strandblak.is
Ísland sendir tvö landslið til keppni á Norðurlandamóti unglinga 19 ára og yngri í strandblaki. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland sendir unglingalandslið til keppni.

Karl Sigurðsson landsliðsþjálfari valdi nýverið liðið sem er þannig skipað:

Berglind Gígja Jónsdóttir úr HK, Elísabet Einarsdóttir úr HK, Hjördís Eiríksdóttir úr Stjörnunni og Helena Kristín Gunnarsdóttir úr Þrótti á Neskaupstað.

Landsliðið æfði um helgina fyrir mótið sem fram fer í Drammen í Noregi helgina 20. - 21. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×