Viðskipti erlent

Millibankalán í Evrópu á leið í frostið

Mælingar sýna að evrópskir bankar eru orðnir mun tregari en áður að lána hvor öðrum. Þetta er það sama og gerðist í aðdraganda að falli Lehman Brothers haustið 2008 sem talið er marka upphafið að fjármálakreppunni sem hófst þá.

Í staðinn fyrir að lána hvor öðrum setja bankarnir lausafé sitt inn á viðskiptareikninga í Evrópska seðlabankanum (ECB). Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni en þar er m.a. haft Ewald Nowotny meðlimi stjórnar ECB að innistæður þar hafi aukist gífurlega að undanförnu og það sé ekki góð þróun.

Fram kemur á Bloomberg að síðustu nótt hafi evrópskir bankar lagt 145 milljarða evra inn á reikninga sína í ECB og sé þetta mestu innlagnir í bankann síðan í ágúst í fyrra.

Marcello Zanardo greinandi hjá Stanford C. Bernstein & Co. í London segir að þróunin stefni í sömu átt og varð fyrir fall Lehman Brothers og gæti leitt til lánsfjárskorts á mörkuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×