Sport

Íslandsmótið í andspyrnu hafið - leikmaður kunni ekki reglurnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úr viðureign Griðunga og Gamma um helgina.
Úr viðureign Griðunga og Gamma um helgina.
Griðungar lögðu Gamma að velli í fyrsta leik keppnistímabilsins í áströlskum fótbolta eða andspyrnu um helgina. Úrslitin urðu 99-21 Griðungum í vil en þeir eiga titil að verja frá síðasta tímabili. Leifur Bjarnason fór á kostum hjá Griðungum og skoraði yfir 50 stig.

Á heimasíðu Andspyrnusambandsins er fjallað um leikinn. Þar kemur fram að Gammar hafi átt litla möguleika gegn sterkum Griðungum. Fjarvera lykilmanna og lélegt form leikmanna Gamma hafi orðið þeim að falli. Griðungar séu hins vegar í fínu formi.

Þá er minnst á að leikmaður í liði Gammanna hafi aldrei snert sporeskjulaga tuðru og ekki kunnað reglurnar.

Næsti leikur í Íslandsmótinu fer fram að hálfum mánuði liðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×