Viðskipti erlent

Wall Street opnar í plús

Markaðir á Wall Street opnuðu í plús eftir hádegið eins og raunar síðustu utanmarkaðaviðskipti höfðu bent til. Dow Jones  hækkaði um 1% og Nasdag um 1,5%.

Í frétt á CnN Money segir að fjárfestar búi sig samt undir töluverðan öldugang á mörkuðunum það sem eftir lifir dagsins fyrir vestan haf.

Hlutabréf hafa fallið um 15% í verði í Bandaríkjunum á síðustu tveimur vikum. Það hefur haft í för með sér gengistap fyrir fjárfesta sem nemur 1.000 milljörðum dollara eða rúmlega 115.000 milljörðum kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×